Íslendingar í útlöndum reka reglulega augun í Ísey skyr í hillum stórverslana. Vörumerkið hefur í mikilli útrás á síðustu árum og er það nú fáanlegt um allan heim; jafnt í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.
Sjá einnig: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum
Það er þó ekki síst verðið á skyrinu sem hefur vakið athygli Íslendinga. Þannig benti lögfræðingurinn María Rún Bjarnadóttir á það í vor að 170 grömm af Ísey skyri kosti þar 99 pens sem samsvarar um 150 krónum.
Þar megi kaupa 170 grömm af Ísey skyri á 99 evru sent, sem jafngildir um 137 íslenskum krónum.
Ég get keypt Ísey skyr í Finnlandi á 40% lægra verði en á Íslandi. pic.twitter.com/EbdlrtInp0
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) August 22, 2019
Þannig kostar 170 gramma skyrdós 175 krónur í Bónus, í Krónunni er hún á 178 krónur og sama dós 189 krónur í Nettó, eins og sjá má hér að neðan.
Ísey ótengt Íslandi
Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir mikilvægt að huga að því að MS selji í heildsölu og að „frjáls verðlagning er á matvörumarkaðinum hér og annars staðar.“Skyrið sem selt er í Bretlandi og Finnlandi sé þannig framleitt í Danmörku og því ekki „tengt íslensku landbúnaðarkerfi“ eins og látið sé í veðri vaka í færslunum hér að ofan.
Aukinheldur sé verðbilið sem Ísey skyr er selt á er „svipað hérna á Íslandi og erlendis.“
Sunna nefnir í því samhengi að verðbil á Ísey skyr í Finnlandi sé alla jafna frá 136 krónum til 275 króna, eftir því hvaða tegund er keypt og í hvaða búð er verslað. Það sé ekki mjög ósvipað á Íslandi, þar sem verðbilið er frá 125 krónum upp í 309 krónur.
„Að þessu sögðu er svo ágætt að minna á að íslenskur mjólkuriðnaður er lítill en með meiri stærð kemur meiri hagkvæmni. Til samanburðar á fyrirtækjum milli landa veltir MS 28 milljörðum árlega meðan aðrir mjólkurframleiðendur eru víða að velta 500-2000 milljörðum,“ segir Sunna.
Þá hafa Samtök atvinnulífsins bent á að fleira þurfi að taka með í reikninginn þegar borið er saman vöruverð á milli landa. Þannig skipti kaupgeta miklu máli, hversu lengi Íslendingar eru að vinna fyrir matarkörfunni, samanborið við aðrar þjóðir.
„Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi,“ segir í úttekt SA frá því í upphafi árs.
Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klukkustundir að vinna fyrir sömu vörukörfu.