Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:47 Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent