„Margir milljarðar“ geti sparast með sameiningu banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 11:04 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan. Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan.
Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00