Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 16:30 Höfuðstöðvar Sýnar standa við Suðurlandsbraut 8. Sýn Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. Hlutabréfverð í félaginu hafði lækkað um rúmlega 8 prósent áður en markaðurinn lokaði, í 126 milljón króna viðskiptum. Ætla má að lækkun dagsins megi rekja beint til breyttra afkomuhorfa Sýnar, sem félagið greindi Kauphöllinni frá á öðrum tímanum. Fyrri horfur voru að sögn forsvarsmanna of bjartsýnar. Þannig hafi tekjur af fjölmiðlum og fjarskiptum verið ofáætlaðar um tæpar 400 milljónir og kostnaður við útsendingar miðla vanáætlaður um 160 milljónir. Áætlanir forsvarsmanna Sýnar benda nú til að EBITDA ársins, framlegð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, verði um 5,6 milljarðar króna - en ekki á bilinu 6 til 6,5 milljarðar eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir. „Framkvæmdastjórn er búin að breyta uppgjörum deilda og skerpa á innri ferlum sem mun skila sér í áreiðanlegri spám héðan í frá. Sömuleiðis hafa aðgerðir sem gripið var til í rekstrinum í sumar lækkað kostnaðarstig fyrirtækisins umtalsvert til framtíðar,“ segir í tilkynningu Sýnar til Kauphallarinnar. Þar segir jafnframt að Sýn muni birta uppgjör fyrri hluta ársins þann 28. ágúst næstkomandi og verður það kynnt morguninn eftir.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir botninum hafa verið náð. Nú liggi leiðin aðeins upp á við.Vísir/VilhelmLágpunktinum náð Í pósti til starfsmanna Sýnar skrifar Heiðar Guðjónsson, forstjóri félagsins, að hann telji Sýn hafa náð lágpunkti í rekstri á ársfjórðungnum sem er að ljúka. Það hefur til að mynda birst í uppsögnum að undanförnu; fyrst á fimm millistjórnendum í lok maí og svo á 13 starfsmönnum um miðjan ágúst.Nú liggi leiðin hins vegar upp á við, til að mynda sé kostnaðarsömu sameiningarferli Vodafone og ljósvakamiðla 365 formlega lokið. „Vinna sumarsins við endurskoðun á innri ferlum, spám og uppgjörum, ásamt skipulagsbreytingum mun skila sér í betri rekstri strax í vetur,“ skrifar Heiðar. „Ég horfi því bjartsýnn fram á veturinn því með samstilltu átaki getum við gert gríðarlega vel og haft gaman af um leið - viðskiptavinum okkar til heilla.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tækni Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48
Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49