Kolbeinn: Var á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp gat ég ekki sagt nei Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2019 12:45 Kolbeinn í leik með Fylki í sumar. vísir/bára Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Sjá meira
Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14