Kolbeinn: Var á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp gat ég ekki sagt nei Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2019 12:45 Kolbeinn í leik með Fylki í sumar. vísir/bára Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14