Mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 19:00 Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag. Ákveðið var að slökkva á kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík fyrir sex vikum í öryggisskini eftir að hættulegur ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerum í verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn í 50 ára sögu álversins sem slökkt hefur verið á kerskála og síðast þegar það gerðist árið 2006 var tjón af völdum lokunarinnar sem stóð í tíu vikur metið um fjórir milljarðar króna. Byrjað var að endurgangsetja tvö ker Kerskála þrjú í gær. Heildarframleiðsla hvers kers getur mest orðið um eitt komma tvö tonn á sólahring. Ef kerin væru öll að skila slíkri framleiðslu væri kerskáli þrjú að skila 192 tonnum á sólahring og um átta þúsund tonnum á sex vikum. Rannveig Rist forstjóri álversins segir tapið mikið. „Það eru komnar einhverjar ágiskanir en hvað heildartjónið verður mikið er erfitt að segja til um á þessari stundu. Við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni það er bara þannig. Það hefur náttúrulega áhrif að lenda í að slökkva á hluta verksmiðjunnar en það er snemmt að segja til um hve mikil eða hver þau verða,“ segir Rannveig. Hún býst við að það taki langan að endurræsa öll kerin 160 í kerskála þrjú. „Það tekur mánuði að endurgangsetja þau öll en fyrstu tvö eru komin,“ segir Rannveig. Fjölskylduskemmtun var í álverinu í dag í tilefni af því að 50 ár eru frá því álframleiðsla hófst þar og um leið hér á landi. Almenningur fékk tækifæri til að skoða bæði ker-og steypuskála. Stóriðja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag. Ákveðið var að slökkva á kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík fyrir sex vikum í öryggisskini eftir að hættulegur ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerum í verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn í 50 ára sögu álversins sem slökkt hefur verið á kerskála og síðast þegar það gerðist árið 2006 var tjón af völdum lokunarinnar sem stóð í tíu vikur metið um fjórir milljarðar króna. Byrjað var að endurgangsetja tvö ker Kerskála þrjú í gær. Heildarframleiðsla hvers kers getur mest orðið um eitt komma tvö tonn á sólahring. Ef kerin væru öll að skila slíkri framleiðslu væri kerskáli þrjú að skila 192 tonnum á sólahring og um átta þúsund tonnum á sex vikum. Rannveig Rist forstjóri álversins segir tapið mikið. „Það eru komnar einhverjar ágiskanir en hvað heildartjónið verður mikið er erfitt að segja til um á þessari stundu. Við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni það er bara þannig. Það hefur náttúrulega áhrif að lenda í að slökkva á hluta verksmiðjunnar en það er snemmt að segja til um hve mikil eða hver þau verða,“ segir Rannveig. Hún býst við að það taki langan að endurræsa öll kerin 160 í kerskála þrjú. „Það tekur mánuði að endurgangsetja þau öll en fyrstu tvö eru komin,“ segir Rannveig. Fjölskylduskemmtun var í álverinu í dag í tilefni af því að 50 ár eru frá því álframleiðsla hófst þar og um leið hér á landi. Almenningur fékk tækifæri til að skoða bæði ker-og steypuskála.
Stóriðja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira