Hljóp heilt maraþon í Levi's 501 gallabuxum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. ágúst 2019 11:13 Gunnar Hrafn Hall hljóp til styrktar ADHD-samtökunum. Mynd/Anna Sigríður Björnsdóttir Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira