Enski boltinn

Sanchez á enn framtíð á Old Trafford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. Getty/by Chris Brunskill
Alexis Sanchez á enn framtíð fyrir sér hjá Manchester United þrátt fyrir að hafa farið til Inter Milan á láni segir knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær.

Sanchez gekk til liðs við Milan á árslöngu láni á fimmtudag, en það hafði legið í loftinu í nokkurn tíma að Sanchez myndi yfirgefa Old Trafford.

Sanchez hefur ekki náð að stimpla sig inn hjá Manchester United, á einu og hálfu ári hjá félaginu tókst honum aðeins að skora fimm mörk í 45 leikjum. Lánssamningurinn við Inter inniheldur ekki klásúlu um möguleika á kaupum eins og oft er í slíkum samningum.

Ole Gunar Solskjær var spurður út í það hvort Sílemaðurinn ætti en framtíð hjá United.

„Algjörlega. Þetta er bara lán í eitt ár,“ var svar Norðmannsins. „Ég er viss um að við munum sjá Alexis aftur. Við verðum bara að vona að hann fái að spila reglulega.“

„Ég ræddi við hann og þar sem ég get ekki tryggt honum reglulegan spilatíma þá er betra fyrir okkur báða að hann fari til Ítalíu og sýni okkur hvað hann getur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×