Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2019 12:30 Íslenska kjötsúpan verður í hávegum höfð á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli um helgina. Magús Hlynur Hreiðarsson. Fjöldi fólks mun eyða helginni á Hvolsvelli því þar stendur yfir kjötsúpuhátíð þar sem heimamenn og gestir þeirra geta borðað eins mikið af kjötsúpu og þeir geta ofan í sig látið. Þá verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og viðurkenningar veittar. Kjötsúpuhátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur yfir alla helgina. Hátíðin fer fram á Hvolsvelli, sem tilheyrir Rangárþingi eystra. Dagskráin verður glæsileg að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fastir dagskrárliðir eins og súpurölt, skreytingakeppni, brenna, brekkusöngur, flugeldasýning og kjötsúpuballið verða á sínum auk, auk nýrra dagskrárliða. En af hverju heitir þetta kjötsúpuhátíð ? Bergsveinn Theodórsson, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Sláturfélag Suðurlands er með sínar höfuðstöðvar á Hvolsvelli og íslenska kjötsúpan fæddist og ólst upp á Hvolsvelli eða Rangárþingi eystra og við segjum það kokhraust að þaðan er hún upprunninn“, segir Bergsveinn og hlær. En eru Rangæingar duglegir að borða kjötsúpu allt árið um kring? „Já, þú sérð það um leið og þú kemur inn í sveitarfélagið hvað allir Rangæingar eru heilbrigðir í útliti, þeir líta vel út, það er mikill litur í kinnum og þetta er allt saman öflugt fólk. Það er allt saman kjötsúpunni að þakka, við byrjuðum að borða súpuna um leið og við fórum að brjóstinu, það er mikill kraftur í kjötsúpunni í Rangárþingi eystra skal ég segja ykkur“. Bergsveinn Theodórsson, einn af skipuleggjendum kjötsúpuhátíðarinnar 2019.Magnús HlynurBergsveinn segir að allir séu velkomnir á Hvolsvöll um helgina. „Já, svo sannarlega og þar verður gott að vera. Pabbi sagði mér að það yrði þurrt í allan dag þannig að við erum bara í sólskinsskapi hér á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra“. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Fjöldi fólks mun eyða helginni á Hvolsvelli því þar stendur yfir kjötsúpuhátíð þar sem heimamenn og gestir þeirra geta borðað eins mikið af kjötsúpu og þeir geta ofan í sig látið. Þá verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og viðurkenningar veittar. Kjötsúpuhátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur yfir alla helgina. Hátíðin fer fram á Hvolsvelli, sem tilheyrir Rangárþingi eystra. Dagskráin verður glæsileg að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fastir dagskrárliðir eins og súpurölt, skreytingakeppni, brenna, brekkusöngur, flugeldasýning og kjötsúpuballið verða á sínum auk, auk nýrra dagskrárliða. En af hverju heitir þetta kjötsúpuhátíð ? Bergsveinn Theodórsson, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Sláturfélag Suðurlands er með sínar höfuðstöðvar á Hvolsvelli og íslenska kjötsúpan fæddist og ólst upp á Hvolsvelli eða Rangárþingi eystra og við segjum það kokhraust að þaðan er hún upprunninn“, segir Bergsveinn og hlær. En eru Rangæingar duglegir að borða kjötsúpu allt árið um kring? „Já, þú sérð það um leið og þú kemur inn í sveitarfélagið hvað allir Rangæingar eru heilbrigðir í útliti, þeir líta vel út, það er mikill litur í kinnum og þetta er allt saman öflugt fólk. Það er allt saman kjötsúpunni að þakka, við byrjuðum að borða súpuna um leið og við fórum að brjóstinu, það er mikill kraftur í kjötsúpunni í Rangárþingi eystra skal ég segja ykkur“. Bergsveinn Theodórsson, einn af skipuleggjendum kjötsúpuhátíðarinnar 2019.Magnús HlynurBergsveinn segir að allir séu velkomnir á Hvolsvöll um helgina. „Já, svo sannarlega og þar verður gott að vera. Pabbi sagði mér að það yrði þurrt í allan dag þannig að við erum bara í sólskinsskapi hér á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra“.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira