Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2019 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi. Fréttablaðið/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“ Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“
Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira