Þyrla gæslunnar kölluð út í þrígang Andri Eysteinsson skrifar 30. ágúst 2019 19:24 Það var mikið um að vera hjá Landhelgisgæslunni í dag Vísir/Vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni seinni part dags að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í þrígang. Fyrsta útkallið sneri að slasaðri hestakonu í Biskupstungum en meiðsli hennar voru á þá leið að vænlegast var að kalla eftir aðstoð sjúkraþyrlu. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík klukkan 16:08 en að sögn Ásgeirs var þyrlan rétt ókomin til baka þegar annað útkall barst. Var þá óskað eftir aðstoð vegna bráðra veikinda á Ísafirði og var önnur þyrluáhöfn kölluð til. Lenti þyrlan í Reykjavík og við tók eldsneytisáfylling sem að sögn Ásgeirs var framkvæmd á meðan að vél þyrlunnar var enn í gangi. Á þeim tímapunkti hafði þriðja beiðnin um þyrlu borist til Landhelgisgæslunnar, að þessu sinni vegna göngumanns í vanda við Kristínartinda við Skaftafellsjökul. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka þyrlunnar hélt hún rakleitt af stað vestur á firði þar sem hún sinnti útkallinu vegna bráðra veikinda. Á leið þyrlunnar vestur barst leystist vandi göngumannsins og var aðstoð þyrlunnar því afturkölluð. Ekki kom til þess að óska eftir aðstoð bandarísku her-sjúkraþyrlanna sem hingað til lands eru komnar í tengslum við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence. Að sögn Ásgeirs var ekki ástæða til þess að óska eftir bandarísku þyrlunum þó að annríki sem þetta sé óalgengt hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni seinni part dags að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í þrígang. Fyrsta útkallið sneri að slasaðri hestakonu í Biskupstungum en meiðsli hennar voru á þá leið að vænlegast var að kalla eftir aðstoð sjúkraþyrlu. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík klukkan 16:08 en að sögn Ásgeirs var þyrlan rétt ókomin til baka þegar annað útkall barst. Var þá óskað eftir aðstoð vegna bráðra veikinda á Ísafirði og var önnur þyrluáhöfn kölluð til. Lenti þyrlan í Reykjavík og við tók eldsneytisáfylling sem að sögn Ásgeirs var framkvæmd á meðan að vél þyrlunnar var enn í gangi. Á þeim tímapunkti hafði þriðja beiðnin um þyrlu borist til Landhelgisgæslunnar, að þessu sinni vegna göngumanns í vanda við Kristínartinda við Skaftafellsjökul. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka þyrlunnar hélt hún rakleitt af stað vestur á firði þar sem hún sinnti útkallinu vegna bráðra veikinda. Á leið þyrlunnar vestur barst leystist vandi göngumannsins og var aðstoð þyrlunnar því afturkölluð. Ekki kom til þess að óska eftir aðstoð bandarísku her-sjúkraþyrlanna sem hingað til lands eru komnar í tengslum við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence. Að sögn Ásgeirs var ekki ástæða til þess að óska eftir bandarísku þyrlunum þó að annríki sem þetta sé óalgengt hjá Landhelgisgæslunni.
Landhelgisgæslan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira