Kemur til greina að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 19:45 Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55
Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00