Meistararnir völtuðu yfir Brighton Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 15:45 Sergio Aguero hefur raðað inn mörkum í upphafi tímabilsins vísir/getty Englandsmeistararnir í Manchester City tóku toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Liverpool með 4-0 stórsigri á Brighton í dag. Kevin de Bruyne skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðiens 68 sekúndur. David Silva komst aftur fyrir vörn Brighton og sendi boltann inn í teiginn þar sem Belginn skilaði honum í netið. Markið kom meisturunum í þægilega stöðu og þurftu þeir lítið að hafa fyrir hlutunum án þess þó að ná að skora annað mark fyrr en á 42. mínútu. Sergio Aguero var lokahlekkurinn á góðri sókn heimamanna og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Argentínumaðurinn var ekki hættur og skoraði sitt annað mark og þriðja mark City á 54. mínútu. Bernardo Silva átti síðasta orðið þegar hann skoraði á 78. mínútu, ný kominn inn af varamannabekknum. Lokatölur á Etihad vellinum 4-0 og City er því komið með 10 stig eftir fjóra leiki, stigi meira en Liverpool og fara meistararnir því á toppinn. Liverpool spilar við Burnley nú síðdegis og getur endurheimt toppsætið. Enski boltinn
Englandsmeistararnir í Manchester City tóku toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Liverpool með 4-0 stórsigri á Brighton í dag. Kevin de Bruyne skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðiens 68 sekúndur. David Silva komst aftur fyrir vörn Brighton og sendi boltann inn í teiginn þar sem Belginn skilaði honum í netið. Markið kom meisturunum í þægilega stöðu og þurftu þeir lítið að hafa fyrir hlutunum án þess þó að ná að skora annað mark fyrr en á 42. mínútu. Sergio Aguero var lokahlekkurinn á góðri sókn heimamanna og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Argentínumaðurinn var ekki hættur og skoraði sitt annað mark og þriðja mark City á 54. mínútu. Bernardo Silva átti síðasta orðið þegar hann skoraði á 78. mínútu, ný kominn inn af varamannabekknum. Lokatölur á Etihad vellinum 4-0 og City er því komið með 10 stig eftir fjóra leiki, stigi meira en Liverpool og fara meistararnir því á toppinn. Liverpool spilar við Burnley nú síðdegis og getur endurheimt toppsætið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti