Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 10:11 Hafnarnes VER er einn stærsti vinnuveitandinn í bænum. vísir/mhh Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. desember. Hafnarnes er einn stærsti vinnuveitandinn í Þorlákshöfn og segir í tilkynningu Ólafi Hannessyni, framkvæmdastjóra, að uppsagnirnar séu reiðarslag. Bæjaryfirvöld hafi verið upplýst um málið enda hafi þau staðið þétt við bakið á fyrirtækinu í þeirri baráttu sem það hafi átt í við stjórnvöld. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé í beinu framhaldi af nýjum reglum um veiði á sæbjúgum. Eru vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar og Kristjáns Þórs Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, gagnrýnd harðlega. Að neðan má sjá tilkynninguna:Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Síðastliðið ár höfum við reynt eftir fremsta megni að glíma við sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknarstofnun Íslands, en við ofurefli hefur verið að etja. Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. Ítrekað var bent á að þetta yrði óhjákæmileg afleiðing ákvörðunartöku þeirra en þessir aðilar hafa kosið að skella skollaeyrum við þeim aðvörunum.Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu.Hafrannsóknarstofnun hefur í nýjum ráðleggingum sínum kosið að umbylta veiðifyrirkomulagi sæbjúgna. Teiknuð hafa verið upp ný veiðisvæði fyrir austan og vestan land, umrædd svæði virðast þó lítið eiga sameiginlegt við vísindalegar athuganir, veiðisögu eða upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem tilviljun ein um hvar reglustrikan stóð á borðinu hafi ráðið meiru um skiptingu veiðihólfa heldur en önnur sjónarmið. Stærð hólfa margfalt stærri en eðlilegt mætti þykja og í engum takti við þær veiðar sem stundaðar eru.Ekki vongóður Í samtali við Vísi segist Ólafur vona innilega að hið nýja fyrirkomulag varðandi veiði á sæbjúgum verði endurskoðað en bætir við að hann sé ekki vongóður um það. Hafnarnes VER er kvótalaus útgerð og fiskvinnsla og hafa sæbjúgun gert það að verkum að fyrirtækið getur haldið úti rekstri allt árið. „Við erum að kaupa hráefni á fiskmarkaði og reynum að vera í beinum viðskiptum við báta. Svo erum við með einn bát sem við leigjum aflaheimildir á en það er orðið erfitt að fá aflaheimildir og orðið mjög dýrt,“ segir Ólafur. Nú sé verið að horfa á stór göt á rekstrarárinu vegna minni veiði á sæbjúgum. „En nú þurfum við að stokka spilin. Við höfum ávallt reyna að leita leiða til að finna út úr því hvernig við getum leyst þetta, finna nýjar tegundir til að vinna eða finna aðila sem vantar að vinna hráefni fyrir sig. Við erum með aðstöðu og fólk sem er viljugt að vinna en vantar hráefni.“Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ölfus Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. desember. Hafnarnes er einn stærsti vinnuveitandinn í Þorlákshöfn og segir í tilkynningu Ólafi Hannessyni, framkvæmdastjóra, að uppsagnirnar séu reiðarslag. Bæjaryfirvöld hafi verið upplýst um málið enda hafi þau staðið þétt við bakið á fyrirtækinu í þeirri baráttu sem það hafi átt í við stjórnvöld. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé í beinu framhaldi af nýjum reglum um veiði á sæbjúgum. Eru vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar og Kristjáns Þórs Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, gagnrýnd harðlega. Að neðan má sjá tilkynninguna:Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Síðastliðið ár höfum við reynt eftir fremsta megni að glíma við sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknarstofnun Íslands, en við ofurefli hefur verið að etja. Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. Ítrekað var bent á að þetta yrði óhjákæmileg afleiðing ákvörðunartöku þeirra en þessir aðilar hafa kosið að skella skollaeyrum við þeim aðvörunum.Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu.Hafrannsóknarstofnun hefur í nýjum ráðleggingum sínum kosið að umbylta veiðifyrirkomulagi sæbjúgna. Teiknuð hafa verið upp ný veiðisvæði fyrir austan og vestan land, umrædd svæði virðast þó lítið eiga sameiginlegt við vísindalegar athuganir, veiðisögu eða upplýsingar frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem tilviljun ein um hvar reglustrikan stóð á borðinu hafi ráðið meiru um skiptingu veiðihólfa heldur en önnur sjónarmið. Stærð hólfa margfalt stærri en eðlilegt mætti þykja og í engum takti við þær veiðar sem stundaðar eru.Ekki vongóður Í samtali við Vísi segist Ólafur vona innilega að hið nýja fyrirkomulag varðandi veiði á sæbjúgum verði endurskoðað en bætir við að hann sé ekki vongóður um það. Hafnarnes VER er kvótalaus útgerð og fiskvinnsla og hafa sæbjúgun gert það að verkum að fyrirtækið getur haldið úti rekstri allt árið. „Við erum að kaupa hráefni á fiskmarkaði og reynum að vera í beinum viðskiptum við báta. Svo erum við með einn bát sem við leigjum aflaheimildir á en það er orðið erfitt að fá aflaheimildir og orðið mjög dýrt,“ segir Ólafur. Nú sé verið að horfa á stór göt á rekstrarárinu vegna minni veiði á sæbjúgum. „En nú þurfum við að stokka spilin. Við höfum ávallt reyna að leita leiða til að finna út úr því hvernig við getum leyst þetta, finna nýjar tegundir til að vinna eða finna aðila sem vantar að vinna hráefni fyrir sig. Við erum með aðstöðu og fólk sem er viljugt að vinna en vantar hráefni.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ölfus Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent