Friðgeir hefur farið á fjall í 60 ár, oftast sem fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2019 19:30 Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira