Utanríkisráðuneytið greiddi KOM mest Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 10:33 Starfsmenn utanríkisráðuneytisins við Rauðárstíg hafa aðgang að um 70 tíma- og vefritum. Vísir/VG Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira