Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 09:15 Elon Musk sagði að Tesla myndi byrja að þjónustu Íslendinga þann 9. september. Það virðist hafa staðist hjá stofnandanum. Getty/Nathan Dvir Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019 Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019
Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45