Var kölluð Ronja í æsku Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 9. september 2019 07:15 Hildur Vala mun fylgja Sölku eftir á næstu sýningum og tekur svo við hlutverki Ronju. Fréttablaðið/Anton Brink Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklist við Listaháskóla Íslands núna í vor. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því nú tekur hún við einu þekktasta og sterkasta kvenhlutverki úr bókmenntasögu Norðurlandanna. Hildur Vala er hin nýja Ronja.Þakklát fyrir tækifærið Hildur Vala leikur í fjórum stórum leiksýningum hjá Þjóðleikhúsinu í haust, Ör, sem verður frumsýnt eftir viku, Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og svo burðarhlutverkið í Ronju. Það er ekki að heyra á henni að hún sé stressuð, en augljóst er að hún er auðmjúk og þakklát fyrir að fá tækifæri til að túlka þessa fyrirmynd margra íslenskra kvenna. „Í sumar var ég beðin um að koma í prufur. Ég hafði áður farið á sýninguna með fjölskyldunni minni. Ég skemmti mér ótrúlega vel og fannst líka frábært að upplifa sýninguna í gegnum yngri systkini mín. Yngsta systir mín fór að gráta þegar ég sagði henni að ég væri næsta Ronja,“ segir Hildur. Hún segir systur hennar hafa verið einstaklega glaðar og spenntar yfir þessu nýja hlutverki Hildar. „Systir mín sem var tárum næst er einmitt kölluð Ronja, alveg eins og ég var kölluð Ronja þegar ég var lítil. Ég lét sko engan segja mér hvort ég færi greidd eða ekki greidd í skólann, þannig að ég held ég eigi ekki langt að sækja það,“ segir Hildur hlæjandi. Hildur og Salka þekkjast ekki fyrir, en Hildur gerir ráð fyrir að þær muni kynnast vel á næstu mánuðum, enda mun Salka þurfa að setja Hildi inn í hlutverkið og Hildur að fylgja henni eftir á næstu sýningum. „Ég mun koma til með að umgangast hana og alla sem tengjast sýningunni mikið á næstu misserum, svo við munum kynnast þá.“Spennt fyrir að leika Ronju Hildur segist full tilhlökkunar yfir nýja hlutverkinu, en hún sé þó ekki byrjuð að ganga með reipisspotta dagsdaglega líkt og Ronja gerir. „Enn sem komið er geng ég bara um með handritið. Kannski bætist blómakrans eða eitthvað þannig við á næstunni. Það er aldrei að vita.“ Í dag hefjast æfingar á Atómstöðinni en Hildur mun svo einnig leika í Meistaranum og Margarítu eftir Mikhaíl Bulgakov síðar í haust. Ronja er fjölskyldusýning svo hún er oftast sýnd snemma dags um helgar. Því mun Hildur oft leika í tveimur sýningum á dag í haust, en hún kvíðir því ekki að hún rugli saman textanum. „Þetta er svo ólíkt, maður kemur sér í þann gír sem sýningin er í. Ég hef engar áhyggjur af því. Maður gefur sér tíma fyrir hverja sýningu til að koma sér í hlutverkið og stemninguna,“ segir Hildur. Hildur viðurkennir að vera einstaklega spennt fyrir nýja hlutverkinu, sérstaklega þar sem karakterinn er sterkur og hefur einkennandi persónutöfra. „Hún er svo einstök. Við eigum margt sameiginlegt en ég myndi nú samt aldrei segja pabba mínum að fara norður og niður,“ segir Hildur hlæjandi.Fyrstu skref í burðarhlutverki Hún segir að það sé vafalaust gaman og smá hollt að fá nýja manneskju inn í þéttan leikhóp, líkt og Ronja státar af, en þetta eru ekki einu mannabreytingarnar í uppsetningunni í haust. „Oddur Júlíuson kemur inn fyrir Sigurð Þór, en ég lít á það sem mestu áskorunina að fara ekki að skellihlæja í miðju verki því Oddur er svo fyndinn. Svo er Selma Björns líka að koma inn í sýninguna. Ég held að það sé líka bara gaman að stokka aðeins upp. Svo kem ég þarna inn, að stíga mín fyrstu skref í burðarhlutverki á stóra sviðinu. Þannig að þau þurfa alveg að vera á tánum að grípa mig,“ segir Hildur. Hildur segir ævilangan draum um að fá að leika svona sterkt og flott kvenhlutverk vera að rætast. „Sjálfstæð ung stelpa sem lætur engan segja sér fyrir verkum. Það er ótrúlegur heiður að fá þetta tækifæri.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklist við Listaháskóla Íslands núna í vor. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því nú tekur hún við einu þekktasta og sterkasta kvenhlutverki úr bókmenntasögu Norðurlandanna. Hildur Vala er hin nýja Ronja.Þakklát fyrir tækifærið Hildur Vala leikur í fjórum stórum leiksýningum hjá Þjóðleikhúsinu í haust, Ör, sem verður frumsýnt eftir viku, Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og svo burðarhlutverkið í Ronju. Það er ekki að heyra á henni að hún sé stressuð, en augljóst er að hún er auðmjúk og þakklát fyrir að fá tækifæri til að túlka þessa fyrirmynd margra íslenskra kvenna. „Í sumar var ég beðin um að koma í prufur. Ég hafði áður farið á sýninguna með fjölskyldunni minni. Ég skemmti mér ótrúlega vel og fannst líka frábært að upplifa sýninguna í gegnum yngri systkini mín. Yngsta systir mín fór að gráta þegar ég sagði henni að ég væri næsta Ronja,“ segir Hildur. Hún segir systur hennar hafa verið einstaklega glaðar og spenntar yfir þessu nýja hlutverki Hildar. „Systir mín sem var tárum næst er einmitt kölluð Ronja, alveg eins og ég var kölluð Ronja þegar ég var lítil. Ég lét sko engan segja mér hvort ég færi greidd eða ekki greidd í skólann, þannig að ég held ég eigi ekki langt að sækja það,“ segir Hildur hlæjandi. Hildur og Salka þekkjast ekki fyrir, en Hildur gerir ráð fyrir að þær muni kynnast vel á næstu mánuðum, enda mun Salka þurfa að setja Hildi inn í hlutverkið og Hildur að fylgja henni eftir á næstu sýningum. „Ég mun koma til með að umgangast hana og alla sem tengjast sýningunni mikið á næstu misserum, svo við munum kynnast þá.“Spennt fyrir að leika Ronju Hildur segist full tilhlökkunar yfir nýja hlutverkinu, en hún sé þó ekki byrjuð að ganga með reipisspotta dagsdaglega líkt og Ronja gerir. „Enn sem komið er geng ég bara um með handritið. Kannski bætist blómakrans eða eitthvað þannig við á næstunni. Það er aldrei að vita.“ Í dag hefjast æfingar á Atómstöðinni en Hildur mun svo einnig leika í Meistaranum og Margarítu eftir Mikhaíl Bulgakov síðar í haust. Ronja er fjölskyldusýning svo hún er oftast sýnd snemma dags um helgar. Því mun Hildur oft leika í tveimur sýningum á dag í haust, en hún kvíðir því ekki að hún rugli saman textanum. „Þetta er svo ólíkt, maður kemur sér í þann gír sem sýningin er í. Ég hef engar áhyggjur af því. Maður gefur sér tíma fyrir hverja sýningu til að koma sér í hlutverkið og stemninguna,“ segir Hildur. Hildur viðurkennir að vera einstaklega spennt fyrir nýja hlutverkinu, sérstaklega þar sem karakterinn er sterkur og hefur einkennandi persónutöfra. „Hún er svo einstök. Við eigum margt sameiginlegt en ég myndi nú samt aldrei segja pabba mínum að fara norður og niður,“ segir Hildur hlæjandi.Fyrstu skref í burðarhlutverki Hún segir að það sé vafalaust gaman og smá hollt að fá nýja manneskju inn í þéttan leikhóp, líkt og Ronja státar af, en þetta eru ekki einu mannabreytingarnar í uppsetningunni í haust. „Oddur Júlíuson kemur inn fyrir Sigurð Þór, en ég lít á það sem mestu áskorunina að fara ekki að skellihlæja í miðju verki því Oddur er svo fyndinn. Svo er Selma Björns líka að koma inn í sýninguna. Ég held að það sé líka bara gaman að stokka aðeins upp. Svo kem ég þarna inn, að stíga mín fyrstu skref í burðarhlutverki á stóra sviðinu. Þannig að þau þurfa alveg að vera á tánum að grípa mig,“ segir Hildur. Hildur segir ævilangan draum um að fá að leika svona sterkt og flott kvenhlutverk vera að rætast. „Sjálfstæð ung stelpa sem lætur engan segja sér fyrir verkum. Það er ótrúlegur heiður að fá þetta tækifæri.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira