Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á Talibönum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 18:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Riedel Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira