Hætti við leynilega heimsókn Talibana til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði frá því í kvöld að æðstu leiðtogar Talibana og forseti Afganistan hefðu ætlað að koma á leynilegan fund hans í Camp David á morgun. Hann hefði hins vegar hætt við fundinn eftir að Talibana lýstu yfir ábyrgð á árás á fimmtudaginn þar sem bandarískur hermaður féll og ellefu almennir borgarar dóu. Fjórir bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan á síðustu þremur vikum. „Ég hætti umsvifalaust við fundinn og stöðvaði friðarviðræður,“ skrifaði Trump á Twitter. „Hvurslags fólk myrðir svo marga til að reyna að styrkja samningsstöðu sína? Þeir gerðu það ekki, þeir gerðu hana verri.“ Þá sagði Trump að ef Talibanar gætu ekki samþykkt vopnahlé á meðan á viðræðunum stóð, væri líklegast tilgangslaust að tala við leiðtoga Talibana. Þeir hefðu ekki vald til að stöðva árásir meðlima sinna. „Hve marga áratugi eru þeir tilbúnir að berjast?“ spurði forsetinn svo.Unbeknownst to almost everyone, the major Taliban leaders and, separately, the President of Afghanistan, were going to secretly meet with me at Camp David on Sunday. They were coming to the United States tonight. Unfortunately, in order to build false leverage, they admitted to.. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 7, 2019....only made it worse! If they cannot agree to a ceasefire during these very important peace talks, and would even kill 12 innocent people, then they probably don’t have the power to negotiate a meaningful agreement anyway. How many more decades are they willing to fight? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 7, 2019 Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna.Sjá einnig: Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna. Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Samkvæmt því þyrftu Bandaríkin að kalla 5.400 hermenn heim frá Afganistan á næstu tuttugu vikum. Hann sagði að það eina sem vantaði væri samþykki Trump. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði frá því í kvöld að æðstu leiðtogar Talibana og forseti Afganistan hefðu ætlað að koma á leynilegan fund hans í Camp David á morgun. Hann hefði hins vegar hætt við fundinn eftir að Talibana lýstu yfir ábyrgð á árás á fimmtudaginn þar sem bandarískur hermaður féll og ellefu almennir borgarar dóu. Fjórir bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan á síðustu þremur vikum. „Ég hætti umsvifalaust við fundinn og stöðvaði friðarviðræður,“ skrifaði Trump á Twitter. „Hvurslags fólk myrðir svo marga til að reyna að styrkja samningsstöðu sína? Þeir gerðu það ekki, þeir gerðu hana verri.“ Þá sagði Trump að ef Talibanar gætu ekki samþykkt vopnahlé á meðan á viðræðunum stóð, væri líklegast tilgangslaust að tala við leiðtoga Talibana. Þeir hefðu ekki vald til að stöðva árásir meðlima sinna. „Hve marga áratugi eru þeir tilbúnir að berjast?“ spurði forsetinn svo.Unbeknownst to almost everyone, the major Taliban leaders and, separately, the President of Afghanistan, were going to secretly meet with me at Camp David on Sunday. They were coming to the United States tonight. Unfortunately, in order to build false leverage, they admitted to.. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 7, 2019....only made it worse! If they cannot agree to a ceasefire during these very important peace talks, and would even kill 12 innocent people, then they probably don’t have the power to negotiate a meaningful agreement anyway. How many more decades are they willing to fight? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 7, 2019 Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna.Sjá einnig: Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna. Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Samkvæmt því þyrftu Bandaríkin að kalla 5.400 hermenn heim frá Afganistan á næstu tuttugu vikum. Hann sagði að það eina sem vantaði væri samþykki Trump.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira