Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 17:54 Volodymyr Zelenskiy, tók á móti föngunum. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt. Rússland Úkraína Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Úkraínumenn og Rússar skiptust á föngum í dag eftir leynilegar viðræður á milli yfirvalda ríkjanna. Meðal þeirra sem voru frelsaðir úr haldi voru 24 úkraínskir sjóliðar sem handsamaðir voru í umdeildu atviki á Asóvshafi síðasta sumar. Meðal þeirra er einnig Volodymyr Tsemakh, sem grunaður er um aðild að atvikinu þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússum.Hollenskir rannsakendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þeir muni ekki fá að ræða við Tsemakh um örlög farþegar og áhafnar farþegaþotunnar MH-17. Tsemakh er talinn hafa verið yfirmaður loftvarna aðskilnaðarsinna á því svæði þar sem flugvélin var skotin niður.Yfirvöld Hollands hafa þegar lýst yfir vonbrigðum með að Tsemakh hafi verið sleppt úr haldi. Hvor hlið frelsaði 35 fanga en mikill munur var á móttökum fanganna í Úkraínu og í Rússlandi. Í Úkraínu var mikill fögnuður á flugbraut Boryspil flugvallarins í Kænugarði, þar sem fjölskyldumeðlimir tóku á móti föngunum umkringd fjölmiðlafólki. Í Rússlandi var blaðamönnum ekki veittur aðgangur að heimkomu fanganna og hafa yfirvöld Rússlands ekki opinberað nöfn þeirra Rússa sem sleppt var, eins og Úkraínumenn hafa gert.Eins og áður segir voru 24 sjóliðar meðal þeirra 34 fanga sem Rússar hafa sleppt. Meðal þeirra var einnig úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov sem var handtekinn á Krímskaga og dæmdur í tuttugu ára fangelsi árið 2015 fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt réttarhöldin gegn Sentsov og hefur hann verið skilgreindur sem pólitískur fangi Rússa. Úkraínska blaðamanninum Roman Sushchenko var einnig sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í Moskvu og sakaður um njósnir. Þó Rússar hafi ekki opinberað hverjum Úkraínumenn slepptu segir BBC að blaðamaðurinn Kyrylo Vyshynsky sé einn þeirra. Hann er hálfur Úkraínumaður og Rússi og yfirvöld Úkraínu sökuðu hann um landráð. Þá mun tveimur úkraínskum hermönnum, sem sakaðir voru um að ganga til liðs við Rússa, þegar þeir innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu, hafa verið sleppt.
Rússland Úkraína Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira