Mexíkósk „kjúklinga“ súpa laus við dýraafurðir Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 9. september 2019 20:00 Þessi súpa er fullkomin á köldum haustdögum. Þá er hún einnig laus við allar dýraafurðir og því kjörin fyrir alla fjölskylduna. NORDICPHOTOS/GETTY Svokallaðar „mexíkóskar“ kjúklingasúpur hafa verið vinsælar á borðum landsmanna undanfarinn áratug eða svo. Líkt og í mörgum öðrum réttum er það ekki síst grænmetið og kryddin sem gera þessar súpur svona bragðgóðar og því er ósköp einfalt að útfæra súpuna án dýraafurða. Súpan er virkilega góð upphituð og er því kjörið að tvöfalda uppskriftina til að eiga yfir vikunaHráefni2 msk. jurtaolía1 gulur eða rauður laukur, saxaður2-4 hvítlauksrif, söxuð eða pressuð3 gulrætur, skornar í bita1 lítil eða ½ stór sæt kartafla, skorin í litla bita1 paprika, söxuð (valfrjálst)½ blaðlaukur, saxaður1-2 dósir af tómötum1 lítil krukka af salsaVegan rjómaostur (t.d. hafra) eftir smekkHafrarjómi eftir smekk2 bollar grænmetissoð (t.d. bara vatn og grænmetiskraftur)1 dós pintó- eða svartar baunir – eða vegan „kjúklingur“Salt, pipar, papriku- og laukduftChili eða jalapeño (ef vill)Ofan á:Rifinn vegan-osturVegan- (t.d. hafra-) „jógúrt“ eða „sýrður rjómi“ (valfrjálst)1-2 lárperur, skornar í sneiðar1 límóna, skorin í sneiðarKóríander (valfrjálst)Nachos, muliðAðferð: Hitið olíu við meðalhita og steikið laukinn ásamt hvítlauknum. Bætið við sætri kartöflu og gulrótum (og papriku, ef vill), kryddað til og léttsteikt. Bætið við hökkuðum tómötum úr dós, grænmetissoði, salsasósu og blaðlauk, þá er líka gott að bæta við hvítlauk á þessum tímapunkti fyrir þá sem vilja. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið hitann örlítið og leyfið að malla í 20 mínútur eða svo Bætið við vegan-rjómaosti, hafrarjóma og baunum. Látið malla í örfáar mínútur og smakkið til með kryddum. Þau sem vilja sterkari súpu geta svo bætt við chili eða jalapeño. Ef notaður er vegan-kjúklingur er hann steiktur á pönnu samkvæmt leiðbeiningum á meðan súpan mallar og bætt við í lokin. Borið fram í skálum með rifnum vegan-osti, vegan-„jógúrt“, muldu nachos, lárperusneiðum og safa úr límónu (og kóríander fyrir þau sem vilja). Birtist í Fréttablaðinu Súpur Uppskriftir Vegan Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Svokallaðar „mexíkóskar“ kjúklingasúpur hafa verið vinsælar á borðum landsmanna undanfarinn áratug eða svo. Líkt og í mörgum öðrum réttum er það ekki síst grænmetið og kryddin sem gera þessar súpur svona bragðgóðar og því er ósköp einfalt að útfæra súpuna án dýraafurða. Súpan er virkilega góð upphituð og er því kjörið að tvöfalda uppskriftina til að eiga yfir vikunaHráefni2 msk. jurtaolía1 gulur eða rauður laukur, saxaður2-4 hvítlauksrif, söxuð eða pressuð3 gulrætur, skornar í bita1 lítil eða ½ stór sæt kartafla, skorin í litla bita1 paprika, söxuð (valfrjálst)½ blaðlaukur, saxaður1-2 dósir af tómötum1 lítil krukka af salsaVegan rjómaostur (t.d. hafra) eftir smekkHafrarjómi eftir smekk2 bollar grænmetissoð (t.d. bara vatn og grænmetiskraftur)1 dós pintó- eða svartar baunir – eða vegan „kjúklingur“Salt, pipar, papriku- og laukduftChili eða jalapeño (ef vill)Ofan á:Rifinn vegan-osturVegan- (t.d. hafra-) „jógúrt“ eða „sýrður rjómi“ (valfrjálst)1-2 lárperur, skornar í sneiðar1 límóna, skorin í sneiðarKóríander (valfrjálst)Nachos, muliðAðferð: Hitið olíu við meðalhita og steikið laukinn ásamt hvítlauknum. Bætið við sætri kartöflu og gulrótum (og papriku, ef vill), kryddað til og léttsteikt. Bætið við hökkuðum tómötum úr dós, grænmetissoði, salsasósu og blaðlauk, þá er líka gott að bæta við hvítlauk á þessum tímapunkti fyrir þá sem vilja. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið hitann örlítið og leyfið að malla í 20 mínútur eða svo Bætið við vegan-rjómaosti, hafrarjóma og baunum. Látið malla í örfáar mínútur og smakkið til með kryddum. Þau sem vilja sterkari súpu geta svo bætt við chili eða jalapeño. Ef notaður er vegan-kjúklingur er hann steiktur á pönnu samkvæmt leiðbeiningum á meðan súpan mallar og bætt við í lokin. Borið fram í skálum með rifnum vegan-osti, vegan-„jógúrt“, muldu nachos, lárperusneiðum og safa úr límónu (og kóríander fyrir þau sem vilja).
Birtist í Fréttablaðinu Súpur Uppskriftir Vegan Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira