Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 28-27| Arnór Freyr hetjan í Mosó Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. september 2019 20:45 vísir/bára Leikurinn byrjaði heldur rólega og staðan aðeins 2-3 fyrir KA eftir fyrstu 10 mínúturnar, en heimamenn höfðu þá fengið þrjú víti og aðeins skorað úr einu þeirra. Liðin voru smá tíma að finna taktinn, Akureyringar áttu fína kafla en Afturelding þó ívið betri og leiddu að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 13-12. Heimamenn höfðu yfirhöndina í síðari hálfleiknum á meðan gestirnir eltu með misgóðum árangri. Þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka leiddu Mosfellingar með 5 mörkum, 25-20. KA tók þá leikhlé sem skilaði sér með 5-0 kafla og staðan orðin jöfn þegar aðeins tvær mínútur voru eftir, 25-25. Loka mínúturnar voru spennandi þar sem liðin skiptust á að skora. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, skoraði fyrir heimamenn þegar 25 sekúndur voru eftir og staðan þá 28-27. KA fór í stutta sókn þar sem Allan Norðberg fiskaði víti. Áki Egilsnes fór á punktinn en Arnór Freyr Stefánsson varði frá honum og tryggði þar Aftureldingu eins marks sigur, 28-27. Arnór Freyr Stefánsson varði vel í kvöldvísir/báraAf hverju vann Afturelding? Eftir jafnan fyrri hálfleik var Afturelding betri aðilinn í þeim síðari. Þeir náðu góðri forystu og áttu því inni fyrir áhlaupi frá gestunum. Arnór Freyr ver síðan víti á loka sekúndum leiksins sem skilaði þeim sigrinum. Hverjir stóðu upp úr?Birkir Benediktsson var hreint út sagt frábær í leiknum. Hann byrjaði leikinn á bekknum en kom inn eftir stundarfjórðungs leik og skoraði 10 mörk úr 10 skotum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, sem kom í lið UMFA fyrir tímabilið, átti virkilega góðan leik. Hann skoraði 8 mörk, var ógnandi og skapaði mikið fyrir sína liðsmenn. Dagur Gautason var atkvæðamestur í liði KA, hann skoraði 7 úr 7 skotum og í hinu horninu var Allan Norðberg einnig með 100% nýtingu, 5 mörk. Hvað gekk illa? Vörn og markvarsla var heldur slök hjá báðum liðum í dag, þá sérstaklega markvarslan. Hornamenn Aftureldingar fóru ítrekað úr stöðum sem gaf þeim Degi og Allan nægt pláss til að nýta sín færi og hjá KA þá réðu þeir ekkert við Birki sem skoraði 10 mörk, bæði í gegnumbrotum og fyrir utan. Hvað er framundan? Í næstu umferð mætir Afturelding Stjörnunni í Garðabæ á meðan KA tekur á móti Haukum á Akureyri. vísir/báraJónatan: Okkur gekk illa að ráða við BirkiJónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur að hafa ekki tekið í það minnsta eitt stig úr því sem komið var. „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi, við vorum mjög nálægt því. Við komum okkur inní þetta aftur og þá er svekkjandi að hafa ekki náð allavega stiginu, við fengum gott tækifærið til þess.“ sagði Jónatan en KA var aðeins hársbreidd frá því að stela stigi í kvöld „Við vorum í rauninni ekki ánægðir með okkar frammistöðu í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera aðeins marki undir og töluðum um að reyna að laga það. Við lentum samt í brekku enn sýndum svo það sem við reynum að standa fyrir, karakter, og við höfðum trú á því að geta komist inní þetta aftur sem og við gerðum“ Þrátt fyrir að hafa verið undir í flestum aðgerðum í kvöld þá kom KA sér í þá stöðu að geta tekið með sér eitt stig. Jónatan hrósar strákunum fyrir karakterinn sem þeir sýndu í kvöld og segir að hann taki fullt af jákvæðum punktum með sér þrátt fyrir tapið „Það er fullt af jákvæðum punktum sem ég tek eftir þennan leik. Enn Afturelding spilaði bara vel, okkur gekk illa að ráða við Birki (Benediktsson) og við reyndum að stoppa uppí það enn þetta er bara fyrsti leikur, svo er það bara næsti leikur og við reynum að taka stig á heimavelli þá“ sagði Jónatan að lokum nokkuð rólegur eftir fyrsta leik tímabilsins vísir/báraEinar Andri: Ég var ekki viss um að hann myndir verja„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir nauman sigur á KA „Vorum í góðri stöðu, 25-20, en fórum með tvö dauðafæri og fengum á okkur tvær brottvísanir á þessum kafla, það var blóðugt“ sagði Einar Andri, um lokakafla leiksins. „Við töluðum um það í leikhléinu, í 25-20, að fá ekki á okkur tvær mínútur og þá fengum við að sjálfsögðu á okkur tvær strax í kjölfarið. Enn fyrir utan þennan kafla þá fannst mér við virkilega góðir í dag, við vissum að þetta yrði erfiður leikur, KA hefur haldið áfram að bæta sig frá síðasta tímabili“ sagði Einar Andri, ánægður með að hafa tekið stigin tvö „Mér fannst við vera að berjast og ég er ánægður með hugarfarið hjá strákunum. Svo voru þarna leikmenn sem stigu upp á mikilvægum augnablikum. Eins og Birkir, það leit ekki úr fyrir að hann væri að fara að spila þennan leik en hann sýndi mikinn karakter og skoraði 9 mörk í dag“ sagði Einar sem tók þó eitt mark af Birki, sem skoraði 10 mörk í leiknum. Einar Andri tekur undir mikilvægi þess að hafa Birki með í liðinu og segir það sterkt ef hann verður heill á tímabilinu enn Birkir er alltaf að glíma við einhver meiðsli og eru það því dýrmætir leikir þegar hann er með „Hann er að glíma við einhver meiðsli í hné núna og það er verið að vinna með það. Hann hefur ekki spilað neinn æfingaleik og lítið getað beitt sér á æfingum svo við vissum ekkert hvað við gætum fengið frá honum. Enn hann sagði mér að hann væri klár í slaginn, hann kom inná eftir korter og það var ekkert hægt að taka hann útaf eftir það, hann var bara frábær“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, kom til Aftureldingar frá Fram fyrir tímabilið. Einar Andri hrósar honum fyrir sína frammistöðu í dag og segir hann smell passa inní liðið „Hann er virkilega hæfileikaríkur leikmaður, góður leikmaður og góður liðsmaður. Hann er bardagamaður og á eftir smella vel inní þetta lið“ sagði Einar um Gauta Arnór Freyr Stefánsson, markvörður liðsins, varði lokaskot leiksins, víti frá Áka Egilsnes, Einar segir að lokum að Arnór sé góður á þessum stóru mómentum „Hann er góður á svona mómentum, ég var ekki viss um að hann myndi verja en ég var vongóður“ Olís-deild karla
Leikurinn byrjaði heldur rólega og staðan aðeins 2-3 fyrir KA eftir fyrstu 10 mínúturnar, en heimamenn höfðu þá fengið þrjú víti og aðeins skorað úr einu þeirra. Liðin voru smá tíma að finna taktinn, Akureyringar áttu fína kafla en Afturelding þó ívið betri og leiddu að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 13-12. Heimamenn höfðu yfirhöndina í síðari hálfleiknum á meðan gestirnir eltu með misgóðum árangri. Þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka leiddu Mosfellingar með 5 mörkum, 25-20. KA tók þá leikhlé sem skilaði sér með 5-0 kafla og staðan orðin jöfn þegar aðeins tvær mínútur voru eftir, 25-25. Loka mínúturnar voru spennandi þar sem liðin skiptust á að skora. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, skoraði fyrir heimamenn þegar 25 sekúndur voru eftir og staðan þá 28-27. KA fór í stutta sókn þar sem Allan Norðberg fiskaði víti. Áki Egilsnes fór á punktinn en Arnór Freyr Stefánsson varði frá honum og tryggði þar Aftureldingu eins marks sigur, 28-27. Arnór Freyr Stefánsson varði vel í kvöldvísir/báraAf hverju vann Afturelding? Eftir jafnan fyrri hálfleik var Afturelding betri aðilinn í þeim síðari. Þeir náðu góðri forystu og áttu því inni fyrir áhlaupi frá gestunum. Arnór Freyr ver síðan víti á loka sekúndum leiksins sem skilaði þeim sigrinum. Hverjir stóðu upp úr?Birkir Benediktsson var hreint út sagt frábær í leiknum. Hann byrjaði leikinn á bekknum en kom inn eftir stundarfjórðungs leik og skoraði 10 mörk úr 10 skotum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, sem kom í lið UMFA fyrir tímabilið, átti virkilega góðan leik. Hann skoraði 8 mörk, var ógnandi og skapaði mikið fyrir sína liðsmenn. Dagur Gautason var atkvæðamestur í liði KA, hann skoraði 7 úr 7 skotum og í hinu horninu var Allan Norðberg einnig með 100% nýtingu, 5 mörk. Hvað gekk illa? Vörn og markvarsla var heldur slök hjá báðum liðum í dag, þá sérstaklega markvarslan. Hornamenn Aftureldingar fóru ítrekað úr stöðum sem gaf þeim Degi og Allan nægt pláss til að nýta sín færi og hjá KA þá réðu þeir ekkert við Birki sem skoraði 10 mörk, bæði í gegnumbrotum og fyrir utan. Hvað er framundan? Í næstu umferð mætir Afturelding Stjörnunni í Garðabæ á meðan KA tekur á móti Haukum á Akureyri. vísir/báraJónatan: Okkur gekk illa að ráða við BirkiJónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur að hafa ekki tekið í það minnsta eitt stig úr því sem komið var. „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi, við vorum mjög nálægt því. Við komum okkur inní þetta aftur og þá er svekkjandi að hafa ekki náð allavega stiginu, við fengum gott tækifærið til þess.“ sagði Jónatan en KA var aðeins hársbreidd frá því að stela stigi í kvöld „Við vorum í rauninni ekki ánægðir með okkar frammistöðu í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera aðeins marki undir og töluðum um að reyna að laga það. Við lentum samt í brekku enn sýndum svo það sem við reynum að standa fyrir, karakter, og við höfðum trú á því að geta komist inní þetta aftur sem og við gerðum“ Þrátt fyrir að hafa verið undir í flestum aðgerðum í kvöld þá kom KA sér í þá stöðu að geta tekið með sér eitt stig. Jónatan hrósar strákunum fyrir karakterinn sem þeir sýndu í kvöld og segir að hann taki fullt af jákvæðum punktum með sér þrátt fyrir tapið „Það er fullt af jákvæðum punktum sem ég tek eftir þennan leik. Enn Afturelding spilaði bara vel, okkur gekk illa að ráða við Birki (Benediktsson) og við reyndum að stoppa uppí það enn þetta er bara fyrsti leikur, svo er það bara næsti leikur og við reynum að taka stig á heimavelli þá“ sagði Jónatan að lokum nokkuð rólegur eftir fyrsta leik tímabilsins vísir/báraEinar Andri: Ég var ekki viss um að hann myndir verja„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir nauman sigur á KA „Vorum í góðri stöðu, 25-20, en fórum með tvö dauðafæri og fengum á okkur tvær brottvísanir á þessum kafla, það var blóðugt“ sagði Einar Andri, um lokakafla leiksins. „Við töluðum um það í leikhléinu, í 25-20, að fá ekki á okkur tvær mínútur og þá fengum við að sjálfsögðu á okkur tvær strax í kjölfarið. Enn fyrir utan þennan kafla þá fannst mér við virkilega góðir í dag, við vissum að þetta yrði erfiður leikur, KA hefur haldið áfram að bæta sig frá síðasta tímabili“ sagði Einar Andri, ánægður með að hafa tekið stigin tvö „Mér fannst við vera að berjast og ég er ánægður með hugarfarið hjá strákunum. Svo voru þarna leikmenn sem stigu upp á mikilvægum augnablikum. Eins og Birkir, það leit ekki úr fyrir að hann væri að fara að spila þennan leik en hann sýndi mikinn karakter og skoraði 9 mörk í dag“ sagði Einar sem tók þó eitt mark af Birki, sem skoraði 10 mörk í leiknum. Einar Andri tekur undir mikilvægi þess að hafa Birki með í liðinu og segir það sterkt ef hann verður heill á tímabilinu enn Birkir er alltaf að glíma við einhver meiðsli og eru það því dýrmætir leikir þegar hann er með „Hann er að glíma við einhver meiðsli í hné núna og það er verið að vinna með það. Hann hefur ekki spilað neinn æfingaleik og lítið getað beitt sér á æfingum svo við vissum ekkert hvað við gætum fengið frá honum. Enn hann sagði mér að hann væri klár í slaginn, hann kom inná eftir korter og það var ekkert hægt að taka hann útaf eftir það, hann var bara frábær“ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, kom til Aftureldingar frá Fram fyrir tímabilið. Einar Andri hrósar honum fyrir sína frammistöðu í dag og segir hann smell passa inní liðið „Hann er virkilega hæfileikaríkur leikmaður, góður leikmaður og góður liðsmaður. Hann er bardagamaður og á eftir smella vel inní þetta lið“ sagði Einar um Gauta Arnór Freyr Stefánsson, markvörður liðsins, varði lokaskot leiksins, víti frá Áka Egilsnes, Einar segir að lokum að Arnór sé góður á þessum stóru mómentum „Hann er góður á svona mómentum, ég var ekki viss um að hann myndi verja en ég var vongóður“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti