Bíó og sjónvarp

Á­hersla lögð á inn­­lenda þátta­gerð á Stöð 2 í vetur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Dagskrá Stöðvar 2 fyrir komandi vetur var kynnt í dag.
Dagskrá Stöðvar 2 fyrir komandi vetur var kynnt í dag. vísir/darníel þór
Í gær fór fram haustkynning Stöðvar 2 þar sem dagskrá stöðvarinnar í vetur var kynnt. Fjöldi þátta verður á dagskrá í vetur og mun Stöð 2 leggja mikla áherslu á íslenska þáttagerð. Þar að auki verða margar vinsælustu erlendu þáttaseríur heims á dagskrá Stöðvar 2 í vetur.

Góðir landsmenn, nýjasta sjónvarpssería Steinda Jr., verður sýnd á Stöð 2 í vetur. Þar mun Steindi fara út fyrir þægindarammann og ræða við venjulega Íslendinga um daglegt líf. Leitin að upprunanum með Sigrúnu Ósk snýr aftur í vetur og Fannar Sveinsson mun stýra þættinum Framkoma á stöðinni.

Þá mun Ísskápastríð snúa aftur í fjórða sinn og Gulli byggir leggur ekki hamarinn á hilluna þennan veturinn. Sindri Sindrason mun halda áfram heimsóknum sínum og margt fleira verður í boði.

Fjöldi góðra gesta sótti kynninguna líkt og sjá má á myndunum hér að neðan.

Auðunn Blöndal og Ríkharður Óskar Guðnason.Vísir/daníel þór
Fjöldi góðra gesta sótti kynninguna.Vísir/daníel þór
vísir/daníel þór
Eva Laufey og Gummi Ben munu keppa á móti hvoru öðru í Ísskápastríðum í vetur.vísir/daníel þór
vísir/daníel þór
vísir/daníel þór
vísir/daníel þór
Hægt er að skoða fleiri myndir úr veislunni með því að fletta myndasafninu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Haustkynning Stöðvar 2

Í dag fer fram haustkynning Stöðvar 2 á dagskrá stöðvarinnar í vetur. Kynningin verður í beinni útsendingu á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×