Grimmur Bjarki Ómarsson tilbúinn fyrir bardaga í Finnlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 12:30 Bjarki Ómarsson á æfingu fyrr í vikunni. Mjölnir/Ásgeir Marteinsson. Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér. MMA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér.
MMA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira