Borgarstjóra brugðið yfir byssumynd DV Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 21:00 Dagur segist ýmsu vanur frá DV en ekki muna eftir annarri slíkri myndbirtingu. Vísir Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15