Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 20:00 Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian. Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian.
Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45