Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 20:00 Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian. Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian.
Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45