Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 20:00 Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian. Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian.
Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45