Óskaði þess að deyja eftir að hann kom fram í umdeildum sjónvarpsþætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 23:47 Jeremy Kyle var stjórnandi þáttarins. Mynd/ITV Breskur karlmaður, sem hlaut harkalega útreið eftir að hafa komið fram í sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show, lýsti skelfilegum áhrifum þáttarins á andlega heilsu sína þegar hann kom í dag fyrir þingnefnd sem hefur raunveruleikaþætti til rannsóknar. Þættirnir voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV um árabil og nutu mikilla vinsælda í Bretlandi. Stöðin hætti hins vegar alfarið framleiðslu á þáttunum í maí síðastliðnum eftir að þátttakandi í þáttunum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. Þættirnir voru með eins konar spjallþáttasniði en flokkast þó sem raunveruleikaþættir. Í hverjum þætti tók Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Kyle reyndi svo að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Dwayne Davison, sem hefur verið lýst sem „hataðasta gesti“ þáttanna fyrr og síðar, kom í dag fyrir sérstaka þingnefnd um menningu, miðla og íþróttir sem hefur nú breska raunveruleikaþætti og áhrif þeirra á keppendur til rannsóknar.Dwayne Davison í þætti Jeremy Kyle.Skjáskot/ITVDavison sagðist hafa lagt líf sitt í rúst með því að hafa komið fram í þættinum árið 2014 ásamt kærustu sinni. Þá hafi hann íhugað að fremja sjálfsvíg eftir að þátturinn var sýndur í sjónvarpinu. „Ég held bara, og mér finnst það enn þá, að ég óska þess að ég gæti dáið. Vegna þess að ég get ekki stjórnað þessu Jeremy Kyle-dæmi. […] Árið 2018 tók ég þrjátíu kódín-töflur, gleypti þær allar, ég man ekki hvað gerðist en ég fékk sprautu. Hann [þátturinn] hefur lagt líf mitt í rúst, mér líður enn þá eins og það hvíli eitthvað þungt á mér.“Sjá einnig: Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Þá lýsti Davison því hvernig aðgangsharður framleiðandi hafi þvingað hann til að koma fram í þættinum. Honum hafi jafnframt verið komið fyrir í læstu herbergi þar sem hann þurfti að dúsa í tíu klukkustundir áður en hann var dreginn inn í sjónvarpssal. Þar hafi Jeremy Kyle, stjórnandi þáttanna, logið upp á hann óhróðri. Davison sagði líf sitt hafa umturnast í kjölfarið. Honum hafi ítrekað verið sagt upp störfum eftir að yfirmenn áttuðu sig á því að hann væri „hataðasti gestur“ Jeremy Kyle og þá hafi fjölskyldu hans verið hótað líflláti. Framleiðendur þáttanna hafi auk þess hunsað allar beiðnir hans um að hætta endursýningum á þættinum og að fjarlægja klippur úr honum af YouTube. Þingnefndin ræddi einnig við tvo þátttakendur í raunveruleikaþáttunum Love Island, þau Marxel Somerville og Yewande Biala. Reynsla þeirra af þátttökunni var þó mun jákvæðari en sú sem Davison lýsti. Framleiðendur Love Island hafa verið gagnrýndir fyrir að halda ekki nægilega vel utan um keppendur þáttanna eftir að tveir fyrrverandi þátttakendur, Sophie Gradon og Mike Thalassitis, frömdu sjálfsvíg með stuttu millibili.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. 15. maí 2019 10:16 Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Breskur karlmaður, sem hlaut harkalega útreið eftir að hafa komið fram í sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show, lýsti skelfilegum áhrifum þáttarins á andlega heilsu sína þegar hann kom í dag fyrir þingnefnd sem hefur raunveruleikaþætti til rannsóknar. Þættirnir voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV um árabil og nutu mikilla vinsælda í Bretlandi. Stöðin hætti hins vegar alfarið framleiðslu á þáttunum í maí síðastliðnum eftir að þátttakandi í þáttunum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. Þættirnir voru með eins konar spjallþáttasniði en flokkast þó sem raunveruleikaþættir. Í hverjum þætti tók Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Kyle reyndi svo að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Dwayne Davison, sem hefur verið lýst sem „hataðasta gesti“ þáttanna fyrr og síðar, kom í dag fyrir sérstaka þingnefnd um menningu, miðla og íþróttir sem hefur nú breska raunveruleikaþætti og áhrif þeirra á keppendur til rannsóknar.Dwayne Davison í þætti Jeremy Kyle.Skjáskot/ITVDavison sagðist hafa lagt líf sitt í rúst með því að hafa komið fram í þættinum árið 2014 ásamt kærustu sinni. Þá hafi hann íhugað að fremja sjálfsvíg eftir að þátturinn var sýndur í sjónvarpinu. „Ég held bara, og mér finnst það enn þá, að ég óska þess að ég gæti dáið. Vegna þess að ég get ekki stjórnað þessu Jeremy Kyle-dæmi. […] Árið 2018 tók ég þrjátíu kódín-töflur, gleypti þær allar, ég man ekki hvað gerðist en ég fékk sprautu. Hann [þátturinn] hefur lagt líf mitt í rúst, mér líður enn þá eins og það hvíli eitthvað þungt á mér.“Sjá einnig: Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Þá lýsti Davison því hvernig aðgangsharður framleiðandi hafi þvingað hann til að koma fram í þættinum. Honum hafi jafnframt verið komið fyrir í læstu herbergi þar sem hann þurfti að dúsa í tíu klukkustundir áður en hann var dreginn inn í sjónvarpssal. Þar hafi Jeremy Kyle, stjórnandi þáttanna, logið upp á hann óhróðri. Davison sagði líf sitt hafa umturnast í kjölfarið. Honum hafi ítrekað verið sagt upp störfum eftir að yfirmenn áttuðu sig á því að hann væri „hataðasti gestur“ Jeremy Kyle og þá hafi fjölskyldu hans verið hótað líflláti. Framleiðendur þáttanna hafi auk þess hunsað allar beiðnir hans um að hætta endursýningum á þættinum og að fjarlægja klippur úr honum af YouTube. Þingnefndin ræddi einnig við tvo þátttakendur í raunveruleikaþáttunum Love Island, þau Marxel Somerville og Yewande Biala. Reynsla þeirra af þátttökunni var þó mun jákvæðari en sú sem Davison lýsti. Framleiðendur Love Island hafa verið gagnrýndir fyrir að halda ekki nægilega vel utan um keppendur þáttanna eftir að tveir fyrrverandi þátttakendur, Sophie Gradon og Mike Thalassitis, frömdu sjálfsvíg með stuttu millibili.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. 15. maí 2019 10:16 Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur. 15. maí 2019 10:16
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35
Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22