Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. september 2019 23:21 Notast hefur verið við sæþotur til að koma fólki í öruggt skjól. ap/Ramon Espinosa Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. Þúsundir heimila séu annað hvort alvarlega skemmd eða í rústum, sjúkrahús séu í heljargreipum og fólk sé fast uppi á háaloftum húsa. Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í dag og í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna og telst nú þriðja stigs fellibylur. Ríkisstjóri Georgíu-ríkis Bandaríkjanna hefur fyrirskipað allsherjar rýmingu strandlengjunnar og í nágrannaríkjunum hefur fólk verið að undirbúa sig fyrir storminn. Bahamaeyjar eru á floti, íbúar sitja víða fastir vegna flóða, fjöldi er særður og í það minnsta fimm eru látin vegna þriðja stigs fellibylsins Dorian sem hékk enn yfir eyjunum í morgun.Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon EspinosaSamkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni NHC er búist við því að Dorian gangi ekki á land í Flórída, eins og áður hafði verið óttast um. Stormurinn á hins vegar að þokast með fram strandlengjunni í kvöld og vera kominn upp að Georgíu undir morgun. Þaðan heldur Dorian áfram til Suður- og Norður-Karólínu þar sem íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig. „Hér ríkir alger sundrung. Ástandið er svo slæmt að það minnir helst á heimsenda. Það lítur út eins og hér hafi sprungið sprengja,“ sagði Lia Head-Rigby, sjálfboðaliði í samtökum sem sjá um björgunaraðgerðir eftir fellibylji. Lia flaug yfir eyjuna Abaco sem er ein verst leikna eyjan. „Við getum ekki reist á ný það sem var þarna áður. Við þurfum að byrja frá grunni.“ Hún segir samstarfsmann sinn á Abaco hafa sagt sér að „margir fleiri væru látnir“ og að verið væri að safna líkunum saman.Björgunarstarf hefur gengið hægt þar sem aðstæður eru enn of slæmar fyrir björgunarteymi en vindurinn nær enn um 60 m/s. Í gær náði hann hátt í 90 m/s. Enn rignir mikið á eyjunum og þarf fólk víða að vaða vatn upp að öxlum til að komast ferða sinna. „Við upplifum nú sögulegan harmleik víða á Norður-Bahamaeyjum. Við einbeitum okkur nú að leit, björgun og endurheimt,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, fyrr í dag. Seint á þriðjudagskvöld fóru björgunarteymi að koma fólki í öruggt skjól á Grand Bahama með aðstoð sæþota, báta og jafnvel risavaxinna jarðýta, sem ferjuðu börn og fullorðna í skóflunni. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. Þúsundir heimila séu annað hvort alvarlega skemmd eða í rústum, sjúkrahús séu í heljargreipum og fólk sé fast uppi á háaloftum húsa. Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í dag og í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna og telst nú þriðja stigs fellibylur. Ríkisstjóri Georgíu-ríkis Bandaríkjanna hefur fyrirskipað allsherjar rýmingu strandlengjunnar og í nágrannaríkjunum hefur fólk verið að undirbúa sig fyrir storminn. Bahamaeyjar eru á floti, íbúar sitja víða fastir vegna flóða, fjöldi er særður og í það minnsta fimm eru látin vegna þriðja stigs fellibylsins Dorian sem hékk enn yfir eyjunum í morgun.Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon EspinosaSamkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni NHC er búist við því að Dorian gangi ekki á land í Flórída, eins og áður hafði verið óttast um. Stormurinn á hins vegar að þokast með fram strandlengjunni í kvöld og vera kominn upp að Georgíu undir morgun. Þaðan heldur Dorian áfram til Suður- og Norður-Karólínu þar sem íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig. „Hér ríkir alger sundrung. Ástandið er svo slæmt að það minnir helst á heimsenda. Það lítur út eins og hér hafi sprungið sprengja,“ sagði Lia Head-Rigby, sjálfboðaliði í samtökum sem sjá um björgunaraðgerðir eftir fellibylji. Lia flaug yfir eyjuna Abaco sem er ein verst leikna eyjan. „Við getum ekki reist á ný það sem var þarna áður. Við þurfum að byrja frá grunni.“ Hún segir samstarfsmann sinn á Abaco hafa sagt sér að „margir fleiri væru látnir“ og að verið væri að safna líkunum saman.Björgunarstarf hefur gengið hægt þar sem aðstæður eru enn of slæmar fyrir björgunarteymi en vindurinn nær enn um 60 m/s. Í gær náði hann hátt í 90 m/s. Enn rignir mikið á eyjunum og þarf fólk víða að vaða vatn upp að öxlum til að komast ferða sinna. „Við upplifum nú sögulegan harmleik víða á Norður-Bahamaeyjum. Við einbeitum okkur nú að leit, björgun og endurheimt,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, fyrr í dag. Seint á þriðjudagskvöld fóru björgunarteymi að koma fólki í öruggt skjól á Grand Bahama með aðstoð sæþota, báta og jafnvel risavaxinna jarðýta, sem ferjuðu börn og fullorðna í skóflunni.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00
Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04