Dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:53 Funi segir mikilvægast að foreldrar fylgist vel með börnum sínum. stöð 2 Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“ Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“
Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira