George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2019 15:39 George Clooney leikstýrir myndinni en hann leitar að aukaleikurum á aldrinum 7 til 70 ára. Vísir/Getty Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23