Erlent

Óvinsældir Bolsonaro vaxa

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Nordicphotos/Getty
Óvinsældir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, fara vaxandi vegna óánægju almennings með hvernig stjórnvöld hafa tekið á hinum miklu skógareldum í Amason. Hlutfall þeirra sem telja að hann standi sig illa eða hræðilega í starfi jókst úr 33 prósentum í 38 prósent.

Samkvæmt könnun telja 29 prósent forsetann standa sig vel. Þegar sérstaklega var spurt um hvernig hann tæki á skógareldunum svaraði 51 prósent að hann stæði sig illa eða hræðilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×