Olísdeildarspáin 2019/20: Allt til alls hjá FH til að fara alla leið Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 6. september 2019 10:00 FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum á síðasta tímabili. vísir/bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins tvo daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að tólfta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20:1. sæti - FH2. sæti - Valur3. sæti - ÍBV4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirNýi markvörðurinn, Phil Döhler.mynd/fhÍþróttadeild spáir FH fyrsta sæti deildarinnar og þ.a.l. deildarmeistaratitlinum. FH-ingar enduðu í 4. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og féllu úr leik fyrir Eyjamönnum, 2-0, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. FH varð hins vegar bikarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Eftir tímabilið hætti Halldór Jóhann Sigfússon með FH. Hann stýrði liðinu í fimm ár og undir hans stjórn varð FH bikar- og deildarmeistari, komst tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og einu sinni til viðbótar í bikarúrslit. Við starfi Halldórs hjá FH tók Sigursteinn Arndal sem þreytir frumraun sína sem aðlþjálfari meistaraflokks. Hann hefur fengið þýska markvörðinn Phil Döhler frá Magdeburg, skyttuna Egil Magnússon frá Stjörnunni og varnarjálkurinn Ísak Rafnsson er kominn aftur heim í FH eftir árs dvöl í Austurríki. FH hélt öllum sínum lykilmönnum og liðið virkar ógnarsterkt fyrir átökin sem framundan eru í vetur. FH vann Selfoss í Meistarakeppni HSÍ á miðvikudaginn og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Vise BM í 1. umferð EHF-bikarsins eftir jafntefli í þeim fyrri á útivelli.Komnir/Farnir:Komnir: Phil Döhler frá Magdeburg Egill Magnússon frá Stjörnunni Ísak Rafnsson úr láni frá SchwazTirolFarnir: Kristófer Fannar Guðmundsson, hætturLínumaðurinn Ágúst Birgisson hefur verið ein styrktasta stoð FH undanfarin ár.vísir/daníelHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur FH 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (27,5) Skotnýting - 4. sæti (58,5%) Vítanýting - 1. sæti (86,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (63) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (10,0) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (7,4)Vörn og markvarsla FH 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (26,0) Hlutfallsmarkvarsla - 10. sæti (28,7%) Varin víti - 12. sæti (9) Stolnir boltar - 1. sæti (90) Varin skot í vörn - 10. sæti (37) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (18,6)Einar Rafn Eiðsson hefur lengi verið í lykilhlutverki hjá FH.vísir/báraLíklegt byrjunarlið FH í vetur: Markvörður - Phil Döhler - 24 ára Vinstra horn - Arnar Freyr Ársælsson - 25 ára Vinstri skytta - Egill Magnússon - 23 ára Miðja - Ásbjörn Friðriksson - 31 árs Hægri skytta - Einar Rafn Eiðsson - 30 ára Hægra horn - Birgir Már Birgisson - 21 árs Lína - Ágúst Birgisson - 28 ára Varnarmaður - Ísak Rafnsson - 27 áraJakob Martin Ásgeirsson fær væntanlega fleiri mínútur en á síðasta tímabili.vísir/daníelFylgist með Jakob Martin Ásgeirsson (f. 1998) hefur byrjað tímabilið af krafti. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Vise BM í Belgíu og átti svo góðan leik gegn Selfossi í Meistarakeppninni. Jakob, sem lék með U-21 árs landsliðinu á HM á Spáni í sumar, er rétthentur hornamaður sem leysir jafnan stöðu bakvarðar í vörn. Lunkinn sóknarmaður og öflugur varnarmaður.Sigursteinn Arndal er kominn í draumastarfið.vísir/stefánÞjálfarinn Sigursteinn Arndal tók við FH í sumar og er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari meistaraflokks. Hann hefur þjálfað yngri flokka FH og yngri landslið Íslands. Hann var m.a. með hinn öfluga 1996-97 árgang sem vann brons á HM U-18 ára 2015. Sigursteinn er af miklum FH-ættum, hefur sterka tengingu við félagið og er kominn í draumastarfið. Hann lék um 300 leiki fyrir FH og var um tíma spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Sigursteinn lék einnig sem atvinnumaður í Danmörku og Þýskalandi.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: FH Hvað segir sérfræðingurinn?„FH-ingar eru líklegar sigurvegarar leikmannamarkaðsins því þeir fengu eina stærstu bitana. Þeir styrkja sig eiginlega í öllum hlutum leiksins, vörn, markvörslu og sókn,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um FH-liðið. „Þeir fá Egil (Magnússon) inn í sóknina sem er frábær sóknarmaður, Ísak (Rafnsson) kemur væntanlega inn sem varnarmaður því í sókninni þarf hann að berjast við frábærar skyttur í FH og svo fá þeir þýska markvörðinn Phil Döhler sem er gríðarlega spennandi að sjá hvernig kemur inn í íslenska boltann,“ segir Jóhann Gunnar. „Svo er Arndal-inn okkar (Sigursteinn Arndal) farinn héðan og kominn í þjálfarastarf. Hann hefur gengið mjög góð ráð frá okkur og kemur inn í þetta með mikla þekkingu. Þetta verður samt erfitt því Halldór (Jóhann Sigfússon) er búinn að vinna frábært starf og það var komin mikil rútína inn í þetta,“ segir Jóhann Gunnar. „Það verður gríðarlega spennandi að sjá FH-liðið miðað við hvað þeir gerðu á leikmannamarkaðnum. Þeir halda nánast öllum, Ási virkar í frábæru formi og þeir gera árás á alla titla,“ segir Jóhann Gunnar.FH varð bikarmeistari á síðasta tímabili eftir aldarfjórðungs bið.vísir/báraHversu langt síðan að FH... ... varð Íslandsmeistari: 8 ár (2011) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 9 ár (2010) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2018) ... féll úr deildinni: 13 ár (2006) ... kom upp í deildina: 11 ár (2008)Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinniGengi FH í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 2. sæti 2016-17 2. sæti 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 2. sætiKóngurinn í Krikanum, Ásbjörn Friðriksson.vísir/báraAð lokum FH-ingar þykja líklegir til afreka. Leikmannahópurinn á síðasta tímabili var sterkur en nú hafa þrír sterkir leikmenn bæst við. Ísak þekkir hvern krók og kima í Krikanum á meðan Egill vonast til að geta fullnýtt sína miklu hæfileika í nýju umhverfi. Döhler gæti reynst mikilvægasta viðbótin því markvarslan var ekki góð hjá FH á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að vera með þriðju verstu hlutfallsmarkvörsluna fékk aðeins eitt lið (Valur) á sig færri mörk en FH. Mikil reynsla er í FH-liðinu og kjarninn hefur verið lengi saman. Sem fyrr verða Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson, markakóngur deildarinnar í fyrra, í lykilhlutverkum í sókninni. Þótt breiddin hjá FH sé mikil má liðið illa við því að missa Einar Rafn og Ásbjörn. FH hefur verið í fremstu röð í íslenskum handbolta á undanförnum árum og það breytist ekkert í vetur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Þrjú tímabil án Íslandsmeistaratitils þykir vera mikið á Ásvöllum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 4. sæti Olís deildar karla í vetur. 3. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Öll ábyrgðin nú á herðum Snorra Steins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Olís deildar karla í vetur. 5. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Eyjamenn ættu að geta byggt ofan á góðan endasprett í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís deildar karla í vetur. 4. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins tvo daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að tólfta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20:1. sæti - FH2. sæti - Valur3. sæti - ÍBV4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirNýi markvörðurinn, Phil Döhler.mynd/fhÍþróttadeild spáir FH fyrsta sæti deildarinnar og þ.a.l. deildarmeistaratitlinum. FH-ingar enduðu í 4. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og féllu úr leik fyrir Eyjamönnum, 2-0, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. FH varð hins vegar bikarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Eftir tímabilið hætti Halldór Jóhann Sigfússon með FH. Hann stýrði liðinu í fimm ár og undir hans stjórn varð FH bikar- og deildarmeistari, komst tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og einu sinni til viðbótar í bikarúrslit. Við starfi Halldórs hjá FH tók Sigursteinn Arndal sem þreytir frumraun sína sem aðlþjálfari meistaraflokks. Hann hefur fengið þýska markvörðinn Phil Döhler frá Magdeburg, skyttuna Egil Magnússon frá Stjörnunni og varnarjálkurinn Ísak Rafnsson er kominn aftur heim í FH eftir árs dvöl í Austurríki. FH hélt öllum sínum lykilmönnum og liðið virkar ógnarsterkt fyrir átökin sem framundan eru í vetur. FH vann Selfoss í Meistarakeppni HSÍ á miðvikudaginn og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Vise BM í 1. umferð EHF-bikarsins eftir jafntefli í þeim fyrri á útivelli.Komnir/Farnir:Komnir: Phil Döhler frá Magdeburg Egill Magnússon frá Stjörnunni Ísak Rafnsson úr láni frá SchwazTirolFarnir: Kristófer Fannar Guðmundsson, hætturLínumaðurinn Ágúst Birgisson hefur verið ein styrktasta stoð FH undanfarin ár.vísir/daníelHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur FH 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (27,5) Skotnýting - 4. sæti (58,5%) Vítanýting - 1. sæti (86,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (63) Stoðsendingar í leik - 4. sæti (10,0) Tapaðir boltar í leik - 2. sæti (7,4)Vörn og markvarsla FH 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (26,0) Hlutfallsmarkvarsla - 10. sæti (28,7%) Varin víti - 12. sæti (9) Stolnir boltar - 1. sæti (90) Varin skot í vörn - 10. sæti (37) Lögleg stopp í leik - 8. sæti (18,6)Einar Rafn Eiðsson hefur lengi verið í lykilhlutverki hjá FH.vísir/báraLíklegt byrjunarlið FH í vetur: Markvörður - Phil Döhler - 24 ára Vinstra horn - Arnar Freyr Ársælsson - 25 ára Vinstri skytta - Egill Magnússon - 23 ára Miðja - Ásbjörn Friðriksson - 31 árs Hægri skytta - Einar Rafn Eiðsson - 30 ára Hægra horn - Birgir Már Birgisson - 21 árs Lína - Ágúst Birgisson - 28 ára Varnarmaður - Ísak Rafnsson - 27 áraJakob Martin Ásgeirsson fær væntanlega fleiri mínútur en á síðasta tímabili.vísir/daníelFylgist með Jakob Martin Ásgeirsson (f. 1998) hefur byrjað tímabilið af krafti. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Vise BM í Belgíu og átti svo góðan leik gegn Selfossi í Meistarakeppninni. Jakob, sem lék með U-21 árs landsliðinu á HM á Spáni í sumar, er rétthentur hornamaður sem leysir jafnan stöðu bakvarðar í vörn. Lunkinn sóknarmaður og öflugur varnarmaður.Sigursteinn Arndal er kominn í draumastarfið.vísir/stefánÞjálfarinn Sigursteinn Arndal tók við FH í sumar og er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari meistaraflokks. Hann hefur þjálfað yngri flokka FH og yngri landslið Íslands. Hann var m.a. með hinn öfluga 1996-97 árgang sem vann brons á HM U-18 ára 2015. Sigursteinn er af miklum FH-ættum, hefur sterka tengingu við félagið og er kominn í draumastarfið. Hann lék um 300 leiki fyrir FH og var um tíma spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Sigursteinn lék einnig sem atvinnumaður í Danmörku og Þýskalandi.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: FH Hvað segir sérfræðingurinn?„FH-ingar eru líklegar sigurvegarar leikmannamarkaðsins því þeir fengu eina stærstu bitana. Þeir styrkja sig eiginlega í öllum hlutum leiksins, vörn, markvörslu og sókn,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um FH-liðið. „Þeir fá Egil (Magnússon) inn í sóknina sem er frábær sóknarmaður, Ísak (Rafnsson) kemur væntanlega inn sem varnarmaður því í sókninni þarf hann að berjast við frábærar skyttur í FH og svo fá þeir þýska markvörðinn Phil Döhler sem er gríðarlega spennandi að sjá hvernig kemur inn í íslenska boltann,“ segir Jóhann Gunnar. „Svo er Arndal-inn okkar (Sigursteinn Arndal) farinn héðan og kominn í þjálfarastarf. Hann hefur gengið mjög góð ráð frá okkur og kemur inn í þetta með mikla þekkingu. Þetta verður samt erfitt því Halldór (Jóhann Sigfússon) er búinn að vinna frábært starf og það var komin mikil rútína inn í þetta,“ segir Jóhann Gunnar. „Það verður gríðarlega spennandi að sjá FH-liðið miðað við hvað þeir gerðu á leikmannamarkaðnum. Þeir halda nánast öllum, Ási virkar í frábæru formi og þeir gera árás á alla titla,“ segir Jóhann Gunnar.FH varð bikarmeistari á síðasta tímabili eftir aldarfjórðungs bið.vísir/báraHversu langt síðan að FH... ... varð Íslandsmeistari: 8 ár (2011) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 9 ár (2010) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2018) ... féll úr deildinni: 13 ár (2006) ... kom upp í deildina: 11 ár (2008)Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinniGengi FH í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 2. sæti 2016-17 2. sæti 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 2. sætiKóngurinn í Krikanum, Ásbjörn Friðriksson.vísir/báraAð lokum FH-ingar þykja líklegir til afreka. Leikmannahópurinn á síðasta tímabili var sterkur en nú hafa þrír sterkir leikmenn bæst við. Ísak þekkir hvern krók og kima í Krikanum á meðan Egill vonast til að geta fullnýtt sína miklu hæfileika í nýju umhverfi. Döhler gæti reynst mikilvægasta viðbótin því markvarslan var ekki góð hjá FH á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að vera með þriðju verstu hlutfallsmarkvörsluna fékk aðeins eitt lið (Valur) á sig færri mörk en FH. Mikil reynsla er í FH-liðinu og kjarninn hefur verið lengi saman. Sem fyrr verða Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson, markakóngur deildarinnar í fyrra, í lykilhlutverkum í sókninni. Þótt breiddin hjá FH sé mikil má liðið illa við því að missa Einar Rafn og Ásbjörn. FH hefur verið í fremstu röð í íslenskum handbolta á undanförnum árum og það breytist ekkert í vetur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Þrjú tímabil án Íslandsmeistaratitils þykir vera mikið á Ásvöllum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 4. sæti Olís deildar karla í vetur. 3. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Öll ábyrgðin nú á herðum Snorra Steins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Olís deildar karla í vetur. 5. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Eyjamenn ættu að geta byggt ofan á góðan endasprett í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís deildar karla í vetur. 4. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: Þrjú tímabil án Íslandsmeistaratitils þykir vera mikið á Ásvöllum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 4. sæti Olís deildar karla í vetur. 3. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Öll ábyrgðin nú á herðum Snorra Steins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Olís deildar karla í vetur. 5. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Eyjamenn ættu að geta byggt ofan á góðan endasprett í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís deildar karla í vetur. 4. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00