Olísdeildarspáin 2019/20: Öll ábyrgðin nú á herðum Snorra Steins Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 5. september 2019 10:00 Valsmenn enduðu í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. vísir/bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins þrjá daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að ellefta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti - (6. september)2. sæti - Valur3. sæti - ÍBV4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirOrri Freyr Gíslason er hættur. Hann hefur verið fyrirliði Vals undanfarin ár.vísir/báraÍþróttadeild spáir því að Valur endi í öðru sæti deildarinnar, einu sæti ofar en á síðasta tímabili. Eftir að hafa unnið tvöfalt tímabilið 2016-17 hefur enginn titill komið í hús hjá Val. Á síðasta tímabili enduðu Valsmenn í 3. sæti og voru aðeins einu stigi á eftir efstu tveimur liðunum. Valur féll svo úr leik fyrir Íslandsmeisturum Selfoss, 3-0, í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Agnar Smári Jónsson og Magnús Óli Magnússon voru fjarri góðu gamni í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valsmenn komust í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir FH-ingum. Eftir að hafa stýrt Val ásamt Guðlaugi Arnarssyni í tvö ár er Snorri Steinn Guðjónsson núna einn við stýrið. Valsmenn fóru sér hægt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir skiptu á markvörðum og fengu Finn Inga Stefánsson aftur. Fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason er hins vegar hættur.Komnir/Farnir:Komnir:Hreiðar Levý Guðmundsson frá Gróttu Finnur Ingi Stefánsson frá AftureldinguFarnir:Einar Baldvin Baldvinsson í Selfoss Orri Freyr Gíslason, hætturDaníel Freyr Andrésson var besti markvörður Olís-deildarinnar í fyrra.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Vals 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (28,1) Skotnýting - 6. sæti (58,2%) Vítanýting - 3. sæti (76,3%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (79) Stoðsendingar í leik - 9. sæti (9,1) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (8,1)Vörn og markvarsla Vals 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (24,0) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (37,2%) Varin víti - 8. sæti (12) Stolnir boltar - 9. sæti (70) Varin skot í vörn - 4. sæti (51) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (19,9)Róbert Aron Hostert er að hefja sitt annað tímabil með Val.vísir/báraLíklegt byrjunarlið Vals í vetur Markvörður - Daníel Freyr Andrésson - 30 ára Vinstra horn - Vignir Stefánsson - 29 ára Vinstri skytta - Róbert Aron Hostert - 28 ára Miðja - Anton Rúnarsson - 31 árs Hægri skytta - Agnar Smári Jónsson - 26 ára Hægra horn - Finnur Ingi Stefánsson - 32 ára Lína - Ýmir Örn Gíslason - 22 ára Varnarmaður - Alexander Örn Júlíusson - 25 ára Tryggvi Garðar Jónsson er engin smásmíði.mynd/valurFylgist með Tryggvi Garðar Jónsson (f. 2003) er mikið efni og tröll að burðum þrátt fyrir ungan aldur. Skyttan öfluga fékk tækifæri á undirbúningstímabilinu og gæti fengið að spila í byrjun móts meðan Magnús Óli og Agnar Smári eru enn frá vegna meiðsla.Snorri Steinn Guðjónsson verður einn við stýrið á Valsskútunni í vetur.vísir/báraÞjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson kom heim eftir 14 ár í atvinnumennsku sumarið 2017 og tók við sínu uppeldisfélagi, Val. Fyrstu tvö tímabilin stýrði hann Valsmönnum ásamt Guðlaugi Arnarssyni en núna er hann sá eini sem er titlaður aðalþjálfari. Honum til halds og trausts verður hinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson. Snorri Steinn hóf ferilinn með Val og lék með liðinu til 2003 þegar hann hélt erlendis í atvinnumennsku. Hann lék í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi. Snorri Steinn lék lengi með landsliðinu og fór á fjölda stórmóta með því. Hann var í lykilhlutverki þegar Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Valur Hvað segir sérfræðingurinn?„Það eru þjálfarabreytingar hjá Val eins og hjá nokkrum liðum. Snorri Steinn ætlar núna að stýra skútunni mestmegnis einn og hann er búinn að fá sína eldskírn í þessum bolta,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Valsliðið. „Þeir voru rólegri á markaðnum en þeir hafa verið undanfarin ár enda engin ástæða til að gera stóra hluti þar. Þeir eru með frábært lið og fá líka inn Finn og Hreiðar. Þeir tveir koma með mikil gæði og mikla reynslu inn í liðið sem er akkúrat það sem þarf,“ sagði Jóhann Gunnar. „Valsmenn eru búnir að vera óheppnir með meiðsli og síðasta tímabil fór illa með þá. Vonandi koma Magnús Óli og Agnar til baka sem fyrst og geta þá tekið fullan þátt því þá verða þeir ógnasterkir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Orri segist vera hættur en það kæmi mér ekkert á óvart ef að hann væri komin aftur inn á gólfið ef í harðbakkann slær. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Valsmenn koma til leiks og við gerum ráð fyrir að þeir verði að berjast um alla titla eins og mörg önnur lið,“ sagði Jóhann Gunnar.Valsmenn urðu tvöfaldir meistarar fyrir tveimur árum.vísir/antonHversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 4 ár (2015) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 6 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2017) ... féll úr deildinni: 57 ár (1962) ... kom upp í deildina: 54 ár (1965)Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinniGengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppniValsmenn ætla sér stóra hluti í vetur.vísir/báraAð lokum Valur byggir á afar sterkum grunni. Á síðasta tímabili fékk liðið á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og var með bestu hlutfallsmarkvörsluna. Þá skoruðu Valsmenn flest mörk eftir hraðaupphlaup. Valur var aðeins með sjöttu bestu skotnýtinguna á síðasta tímabili og geta gert betur á því sviði. Vörn og markvarsla verða áfram aðal Valsliðsins og markvarslan veikist ekkert með innkomu Hreiðars. Þeir Daníel Freyr Andrésson mynda besta markvarðapar deildarinnar. Valsmenn eiga lykilmenn inni en þegar þeir snúa aftur er breiddin í liðinu svakaleg og varla veikan blett að finna á því. Enn meira mun mæða á Ými Erni Gíslasyni eftir að bróðir hans lagði skóna á hilluna. Valsmenn eiga reyndar þriðja Gíslasoninn á lager, Tjörva Tý, sem mun vera Ými til halds og trausts ásamt Þorgils Jóni Svölu Baldurssyni. Valur verður í baráttu um alla titla í vetur. Annað kæmi allavega mikið á óvart. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Þrjú tímabil án Íslandsmeistaratitils þykir vera mikið á Ásvöllum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 4. sæti Olís deildar karla í vetur. 3. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Eyjamenn ættu að geta byggt ofan á góðan endasprett í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís deildar karla í vetur. 4. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins þrjá daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að ellefta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti - (6. september)2. sæti - Valur3. sæti - ÍBV4. sæti - Haukar5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirOrri Freyr Gíslason er hættur. Hann hefur verið fyrirliði Vals undanfarin ár.vísir/báraÍþróttadeild spáir því að Valur endi í öðru sæti deildarinnar, einu sæti ofar en á síðasta tímabili. Eftir að hafa unnið tvöfalt tímabilið 2016-17 hefur enginn titill komið í hús hjá Val. Á síðasta tímabili enduðu Valsmenn í 3. sæti og voru aðeins einu stigi á eftir efstu tveimur liðunum. Valur féll svo úr leik fyrir Íslandsmeisturum Selfoss, 3-0, í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Agnar Smári Jónsson og Magnús Óli Magnússon voru fjarri góðu gamni í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valsmenn komust í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir FH-ingum. Eftir að hafa stýrt Val ásamt Guðlaugi Arnarssyni í tvö ár er Snorri Steinn Guðjónsson núna einn við stýrið. Valsmenn fóru sér hægt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir skiptu á markvörðum og fengu Finn Inga Stefánsson aftur. Fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason er hins vegar hættur.Komnir/Farnir:Komnir:Hreiðar Levý Guðmundsson frá Gróttu Finnur Ingi Stefánsson frá AftureldinguFarnir:Einar Baldvin Baldvinsson í Selfoss Orri Freyr Gíslason, hætturDaníel Freyr Andrésson var besti markvörður Olís-deildarinnar í fyrra.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Vals 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 4. sæti (28,1) Skotnýting - 6. sæti (58,2%) Vítanýting - 3. sæti (76,3%) Hraðaupphlaupsmörk - 1. sæti (79) Stoðsendingar í leik - 9. sæti (9,1) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (8,1)Vörn og markvarsla Vals 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (24,0) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (37,2%) Varin víti - 8. sæti (12) Stolnir boltar - 9. sæti (70) Varin skot í vörn - 4. sæti (51) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (19,9)Róbert Aron Hostert er að hefja sitt annað tímabil með Val.vísir/báraLíklegt byrjunarlið Vals í vetur Markvörður - Daníel Freyr Andrésson - 30 ára Vinstra horn - Vignir Stefánsson - 29 ára Vinstri skytta - Róbert Aron Hostert - 28 ára Miðja - Anton Rúnarsson - 31 árs Hægri skytta - Agnar Smári Jónsson - 26 ára Hægra horn - Finnur Ingi Stefánsson - 32 ára Lína - Ýmir Örn Gíslason - 22 ára Varnarmaður - Alexander Örn Júlíusson - 25 ára Tryggvi Garðar Jónsson er engin smásmíði.mynd/valurFylgist með Tryggvi Garðar Jónsson (f. 2003) er mikið efni og tröll að burðum þrátt fyrir ungan aldur. Skyttan öfluga fékk tækifæri á undirbúningstímabilinu og gæti fengið að spila í byrjun móts meðan Magnús Óli og Agnar Smári eru enn frá vegna meiðsla.Snorri Steinn Guðjónsson verður einn við stýrið á Valsskútunni í vetur.vísir/báraÞjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson kom heim eftir 14 ár í atvinnumennsku sumarið 2017 og tók við sínu uppeldisfélagi, Val. Fyrstu tvö tímabilin stýrði hann Valsmönnum ásamt Guðlaugi Arnarssyni en núna er hann sá eini sem er titlaður aðalþjálfari. Honum til halds og trausts verður hinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson. Snorri Steinn hóf ferilinn með Val og lék með liðinu til 2003 þegar hann hélt erlendis í atvinnumennsku. Hann lék í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi. Snorri Steinn lék lengi með landsliðinu og fór á fjölda stórmóta með því. Hann var í lykilhlutverki þegar Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Valur Hvað segir sérfræðingurinn?„Það eru þjálfarabreytingar hjá Val eins og hjá nokkrum liðum. Snorri Steinn ætlar núna að stýra skútunni mestmegnis einn og hann er búinn að fá sína eldskírn í þessum bolta,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Valsliðið. „Þeir voru rólegri á markaðnum en þeir hafa verið undanfarin ár enda engin ástæða til að gera stóra hluti þar. Þeir eru með frábært lið og fá líka inn Finn og Hreiðar. Þeir tveir koma með mikil gæði og mikla reynslu inn í liðið sem er akkúrat það sem þarf,“ sagði Jóhann Gunnar. „Valsmenn eru búnir að vera óheppnir með meiðsli og síðasta tímabil fór illa með þá. Vonandi koma Magnús Óli og Agnar til baka sem fyrst og geta þá tekið fullan þátt því þá verða þeir ógnasterkir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Orri segist vera hættur en það kæmi mér ekkert á óvart ef að hann væri komin aftur inn á gólfið ef í harðbakkann slær. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Valsmenn koma til leiks og við gerum ráð fyrir að þeir verði að berjast um alla titla eins og mörg önnur lið,“ sagði Jóhann Gunnar.Valsmenn urðu tvöfaldir meistarar fyrir tveimur árum.vísir/antonHversu langt síðan að Valur ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 4 ár (2015) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 6 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2017) ... féll úr deildinni: 57 ár (1962) ... kom upp í deildina: 54 ár (1965)Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinniGengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppniValsmenn ætla sér stóra hluti í vetur.vísir/báraAð lokum Valur byggir á afar sterkum grunni. Á síðasta tímabili fékk liðið á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og var með bestu hlutfallsmarkvörsluna. Þá skoruðu Valsmenn flest mörk eftir hraðaupphlaup. Valur var aðeins með sjöttu bestu skotnýtinguna á síðasta tímabili og geta gert betur á því sviði. Vörn og markvarsla verða áfram aðal Valsliðsins og markvarslan veikist ekkert með innkomu Hreiðars. Þeir Daníel Freyr Andrésson mynda besta markvarðapar deildarinnar. Valsmenn eiga lykilmenn inni en þegar þeir snúa aftur er breiddin í liðinu svakaleg og varla veikan blett að finna á því. Enn meira mun mæða á Ými Erni Gíslasyni eftir að bróðir hans lagði skóna á hilluna. Valsmenn eiga reyndar þriðja Gíslasoninn á lager, Tjörva Tý, sem mun vera Ými til halds og trausts ásamt Þorgils Jóni Svölu Baldurssyni. Valur verður í baráttu um alla titla í vetur. Annað kæmi allavega mikið á óvart.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Þrjú tímabil án Íslandsmeistaratitils þykir vera mikið á Ásvöllum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 4. sæti Olís deildar karla í vetur. 3. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Eyjamenn ættu að geta byggt ofan á góðan endasprett í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís deildar karla í vetur. 4. september 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: Þrjú tímabil án Íslandsmeistaratitils þykir vera mikið á Ásvöllum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 4. sæti Olís deildar karla í vetur. 3. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossliðinu 5. sæti Olís deildar karla í vetur. 2. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Eyjamenn ættu að geta byggt ofan á góðan endasprett í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 3. sæti Olís deildar karla í vetur. 4. september 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00