Nick Cave hugsar um konuna sína þegar hann fróar sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 10:24 Nick Cave fékk fjölskrúðugar spurningar úr sal í Hörpu en lét ekki slá sig út af laginu. Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum. Menning Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum.
Menning Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira