Stefnumiðaðir stjórnarhættir Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 2. september 2019 09:03 Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun