Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2019 22:45 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur þurft að svara fyrir hneykslismál undanfarið. vísir/getty Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent