Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2019 19:15 Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu meta þessa dagana tillögur frá samgönguráðherra um stórframkvæmdir í umferðarmálum á svæðinu og uppbyggingu borgarlínu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld nauðbeygð til að breyta allri gjaldtöku á ökutæki og umferð vegna þróunar á gerð ökutækja. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra og samgönguráðherra út í áform um stórframkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum þar á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að svo virtist að leggja ætti viðbótargjöld á íbúa höfuðborgarsvæðisins ofan á fjölbreytt gjöld sem þegar væru lögð á bíleigendur. „Getur ráðherrann hæstvirtur hugsað sér að fólk verði látið borga gjöld, viðbótargjöld, fyrir að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins. Og í öðru lagi getur hæstvirtur ráðherra hugsað sér að slík gjaldtaka renni til fyrirbæris sem kallað er borgarlína,“ spurði formaður Miðflokksins. „Ég sé ekki bara fyrir mér að við gætum tekið upp ný gjöld heldur sé ég fyrir mér að við séum nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og samgöngum í landinu. Það er út af orkuskiptunum,“ sagði fjármálaráðherra. Lítil sem engin gjöld væru innheimt í dag af rafmagnsbílum til að hvetja til notkunar þeirra og þar með fengi ríkissjóður engar tekjur af þeim. „Þessir bílar fara um göturnar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæluna. Þeim er að fjölga, þeim er að fjölga og þeim er að fjölga næst hraðast í heiminum á Íslandi. Umhverfisvænum bílum og rafmagnsbílum,“ sagði Bjarni. Hann sagði undanfarnar tvær ríkisstjórnir hafa fengið áskorun frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um samtal um almenningssamgöngur. Þar væri verið að ræða nýjan samgönguás um höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið væri að það samkomulag sem væri í smíðum væri um stórfellda uppbyggingu í samgöngum á höfðuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð.Gagnrýna skort á samráði Þingmenn minnihlutans gagnrýna margir meint samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við þá um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. En kynningafundur Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrir þingmenn svæðisins var blásinn af í fyrradag vegna þess að hann rakst á við þingstörf en áformin voru kynnt sveitarfélögum fyrir um hálfum mánuði og þau funduðu um í dag. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði lítið fara fyrir boðuðu þverpólitísku samráði. „Er þetta samkomulag eða drög að samkomulagi? Mun meirihlutinn og minnihlutinn hér á þingi hafa einhverja raunverulega aðkomu að þessu máli þegar samkomulag við sveitarfélögin liggur fyrir. Ef það þá næst og ef stjórnarflokkarnir sjálfir ná samkomulagi við sjálfa sig,“ sagði Þorsteinn. Samgönguráðherra segir þingmenn hafa komið að málum við gerð samgönguáætlunar í vor. Ferlið hafi verið gagnsætt á samstarfsvettvangi með sveitarfélögum þar sem flokkarnir ættu allir fulltrúa. „En það hefur ekki staðið á mér að kynna þetta mál fyrir hverjum sem er. Þá vinnu sem er í gangi. En henni er ekki lokið, hún er í gangi og það er ekkert óvænt við það,“ sagði Sigurður Ingi og sakaði Þorstein um að ástunda ímyndarstjórnmál. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 „Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu meta þessa dagana tillögur frá samgönguráðherra um stórframkvæmdir í umferðarmálum á svæðinu og uppbyggingu borgarlínu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld nauðbeygð til að breyta allri gjaldtöku á ökutæki og umferð vegna þróunar á gerð ökutækja. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra og samgönguráðherra út í áform um stórframkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum þar á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að svo virtist að leggja ætti viðbótargjöld á íbúa höfuðborgarsvæðisins ofan á fjölbreytt gjöld sem þegar væru lögð á bíleigendur. „Getur ráðherrann hæstvirtur hugsað sér að fólk verði látið borga gjöld, viðbótargjöld, fyrir að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins. Og í öðru lagi getur hæstvirtur ráðherra hugsað sér að slík gjaldtaka renni til fyrirbæris sem kallað er borgarlína,“ spurði formaður Miðflokksins. „Ég sé ekki bara fyrir mér að við gætum tekið upp ný gjöld heldur sé ég fyrir mér að við séum nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og samgöngum í landinu. Það er út af orkuskiptunum,“ sagði fjármálaráðherra. Lítil sem engin gjöld væru innheimt í dag af rafmagnsbílum til að hvetja til notkunar þeirra og þar með fengi ríkissjóður engar tekjur af þeim. „Þessir bílar fara um göturnar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæluna. Þeim er að fjölga, þeim er að fjölga og þeim er að fjölga næst hraðast í heiminum á Íslandi. Umhverfisvænum bílum og rafmagnsbílum,“ sagði Bjarni. Hann sagði undanfarnar tvær ríkisstjórnir hafa fengið áskorun frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um samtal um almenningssamgöngur. Þar væri verið að ræða nýjan samgönguás um höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið væri að það samkomulag sem væri í smíðum væri um stórfellda uppbyggingu í samgöngum á höfðuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð.Gagnrýna skort á samráði Þingmenn minnihlutans gagnrýna margir meint samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við þá um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. En kynningafundur Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrir þingmenn svæðisins var blásinn af í fyrradag vegna þess að hann rakst á við þingstörf en áformin voru kynnt sveitarfélögum fyrir um hálfum mánuði og þau funduðu um í dag. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði lítið fara fyrir boðuðu þverpólitísku samráði. „Er þetta samkomulag eða drög að samkomulagi? Mun meirihlutinn og minnihlutinn hér á þingi hafa einhverja raunverulega aðkomu að þessu máli þegar samkomulag við sveitarfélögin liggur fyrir. Ef það þá næst og ef stjórnarflokkarnir sjálfir ná samkomulagi við sjálfa sig,“ sagði Þorsteinn. Samgönguráðherra segir þingmenn hafa komið að málum við gerð samgönguáætlunar í vor. Ferlið hafi verið gagnsætt á samstarfsvettvangi með sveitarfélögum þar sem flokkarnir ættu allir fulltrúa. „En það hefur ekki staðið á mér að kynna þetta mál fyrir hverjum sem er. Þá vinnu sem er í gangi. En henni er ekki lokið, hún er í gangi og það er ekkert óvænt við það,“ sagði Sigurður Ingi og sakaði Þorstein um að ástunda ímyndarstjórnmál.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 „Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45
„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30