Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 16:31 Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12