Enski boltinn

Lindelöf með nýjan samning við Man. United til ársins 2024

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Victor Lindelöf handsala samninginn.
Ole Gunnar Solskjær og Victor Lindelöf handsala samninginn. Getty/Ash Donelon
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er að ganga frá samningum við framtíðarmenn liðsins þessa dagana. Fyrr í vikunni framlengdi David De Gea samning sinn og í dag var komið að Victor Lindelöf.

Sænski miðvörðurinn er 25 ára gamall og skrifaði undir samning til ársins 2024 með möguleika á einu ár til viðbótar.





Victor Lindelöf hefur leikið með Manchester United frá því að félagið keypti hann frá Benfica fyrir 31 milljón punda í júní 2017.

„Mér hefur liðið eins og heima hjá mér frá fyrsta degi mínum hjá United,“ sagði Victor Lindelöf.

„Ég hef vaxið sem leikmaður og sem persóna á síðustu tveimur árum,“ sagði Lindelöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×