Göngumanni bjargað eftir að hafa „haldið“ á brotnum fæti sínum í tvo daga Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 12:58 Hinn 54 ára Neil Parker er margreyndur útivistarmaður. epa Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane. Ástralía Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane.
Ástralía Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira