Áttföld eftirspurn eftir litlum og hagkvæmum íbúðum í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2019 13:15 Verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags segir að markaðurinn hafi einblínt um of á dýrar og stærri íbúðir. Slíkt henti fyrstu kaupendum ekki. Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45
Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35