Synti fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 07:51 Sarah Thomas. Mynd af Facebooksíðu Söruh Bandarísk kona hefur náð því afreki að verða fyrsta manneskjan til að synda fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa. Sarah Thomas hóf áskorun sína á sunnudaginn og það tók hana rúma 54 klukkutíma að klára þrekraunina. Thomas lauk meðferð gegn brjóstakrabbameini í fyrra og tileinkaði afrek sitt þeim sem hafa lifað krabbamein af, samkvæmt BBC. Einungis fjórir aðilar höfðu farið þrjár ferðir yfir Ermarsundið áður. Í samtali við BBC sagðist hún verulega þreytt og hún stefndi á að sofa í sólarhring. Thomas sagði saltvatnið hafa verið erfitt að eiga við og hún væri sár í munninum og hálsinum. Þá sagðist hún hafa verið stungin í andlitið af marglyttu og að straumurinn hefði reynst henni mjög erfiður í síðustu ferðinni. Til marks um strauminn, þá áttu þessar fjórar ferðir hennar að vera um 130 kílómetrar en hún endaði á því að synda 210 kílómetra. Thomas sagði liðsmenn hennar hafa hjálpað henni að halda áfram en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syndir yfir Ermarsundið. Það hefur hún áður gert árið 2012 og 2016. Eftirlitsmaðurinn Kevin Murphy, sem fylgdist með sundi Thomas, sagði afrek hennar ótrúlegt og það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hún lauk sundinu. Extraordinary, amazing, super-human!!! Just when we think we've reached the limit of human endurance, someone shatters the records. Huge congratulations to Sarah Thomas on swimming the English Channel 4x continuously!!! pic.twitter.com/kOa9QlereH— Lewis Pugh (@LewisPugh) September 17, 2019 Bretland Frakkland Sjósund Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Bandarísk kona hefur náð því afreki að verða fyrsta manneskjan til að synda fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa. Sarah Thomas hóf áskorun sína á sunnudaginn og það tók hana rúma 54 klukkutíma að klára þrekraunina. Thomas lauk meðferð gegn brjóstakrabbameini í fyrra og tileinkaði afrek sitt þeim sem hafa lifað krabbamein af, samkvæmt BBC. Einungis fjórir aðilar höfðu farið þrjár ferðir yfir Ermarsundið áður. Í samtali við BBC sagðist hún verulega þreytt og hún stefndi á að sofa í sólarhring. Thomas sagði saltvatnið hafa verið erfitt að eiga við og hún væri sár í munninum og hálsinum. Þá sagðist hún hafa verið stungin í andlitið af marglyttu og að straumurinn hefði reynst henni mjög erfiður í síðustu ferðinni. Til marks um strauminn, þá áttu þessar fjórar ferðir hennar að vera um 130 kílómetrar en hún endaði á því að synda 210 kílómetra. Thomas sagði liðsmenn hennar hafa hjálpað henni að halda áfram en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syndir yfir Ermarsundið. Það hefur hún áður gert árið 2012 og 2016. Eftirlitsmaðurinn Kevin Murphy, sem fylgdist með sundi Thomas, sagði afrek hennar ótrúlegt og það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hún lauk sundinu. Extraordinary, amazing, super-human!!! Just when we think we've reached the limit of human endurance, someone shatters the records. Huge congratulations to Sarah Thomas on swimming the English Channel 4x continuously!!! pic.twitter.com/kOa9QlereH— Lewis Pugh (@LewisPugh) September 17, 2019
Bretland Frakkland Sjósund Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira