Unglingastarf Chelsea farið að bera ávöxt Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2019 16:00 Lampard með Tammy Abraham. Nordicphotos/getty Eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik tímabilsins hefur leiðin legið upp á við hjá lærisveinum Frank Lampard í Chelsea. Liðið gerði góða ferð á Molineux-völlinn um helgina, ári eftir að hafa tapað gegn Úlfunum, en í ár var það Chelsea sem hafði 5-2 sigur þar sem Úlfarnir náðu að laga stöðuna undir lokin þegar sigur Chelsea var í höfn. Það var ljóst þegar Lampard tók við liði Chelsea að hann fengi lausan tauminn fyrsta árið. Félagsskiptabannið gerði það að verkum að Lampard fékk ekki að smíða liðið eftir eigin höfði með aðstoð félagsskiptamarkaðsins og þurfti hann því að leita í innviði félagsins. Undanfarin ár hefur Chelsea verið með eitt af fremstu unglingaliðum heims en leikmenn hafa átt erfitt með að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Félagið hefur ítrekað sótt leikmenn dýrum dómum með það að markmiði efla sóknarleikinn sem hefur skilað félaginu góðum árangri undanfarin ár á kostnað þess að ungir leikmenn fengju tækifæri en í ár hafa yngri leikmenn liðsins notið traustsins. Sú ákvörðun virðist ætla að borga sig því eftir fimm leiki hefur Chelsea skorað ellefu mörk og öll mörkin komið frá leikmönnum sem komu upp úr unglingastarfi félagsins. Tammy Abraham setti þrjú um helgina og er kominn með sjö mörk eftir fimm umferðir, Mason Mount er kominn með þrjú og Fikayo Tomori braut ísinn um helgina. Abraham var búinn að sýna það að hann kynni að skora mörk á láni í Championship-deildinni með Aston Villa og Bristol á meðan hann beið eftir tækifærinu hjá Chelsea. Það eru miklar kröfur gerðar til framherja Chelsea og virðist hann ætla að standast þær. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik tímabilsins hefur leiðin legið upp á við hjá lærisveinum Frank Lampard í Chelsea. Liðið gerði góða ferð á Molineux-völlinn um helgina, ári eftir að hafa tapað gegn Úlfunum, en í ár var það Chelsea sem hafði 5-2 sigur þar sem Úlfarnir náðu að laga stöðuna undir lokin þegar sigur Chelsea var í höfn. Það var ljóst þegar Lampard tók við liði Chelsea að hann fengi lausan tauminn fyrsta árið. Félagsskiptabannið gerði það að verkum að Lampard fékk ekki að smíða liðið eftir eigin höfði með aðstoð félagsskiptamarkaðsins og þurfti hann því að leita í innviði félagsins. Undanfarin ár hefur Chelsea verið með eitt af fremstu unglingaliðum heims en leikmenn hafa átt erfitt með að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Félagið hefur ítrekað sótt leikmenn dýrum dómum með það að markmiði efla sóknarleikinn sem hefur skilað félaginu góðum árangri undanfarin ár á kostnað þess að ungir leikmenn fengju tækifæri en í ár hafa yngri leikmenn liðsins notið traustsins. Sú ákvörðun virðist ætla að borga sig því eftir fimm leiki hefur Chelsea skorað ellefu mörk og öll mörkin komið frá leikmönnum sem komu upp úr unglingastarfi félagsins. Tammy Abraham setti þrjú um helgina og er kominn með sjö mörk eftir fimm umferðir, Mason Mount er kominn með þrjú og Fikayo Tomori braut ísinn um helgina. Abraham var búinn að sýna það að hann kynni að skora mörk á láni í Championship-deildinni með Aston Villa og Bristol á meðan hann beið eftir tækifærinu hjá Chelsea. Það eru miklar kröfur gerðar til framherja Chelsea og virðist hann ætla að standast þær.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira