Innlent

For­sætis­ráð­herra og for­maður Mið­flokksins í Víg­línunni

Sylvía Hall skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mæta í fyrsti Víglínu vetrarins í opinni dagskrá hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Stöð 2 klukkan 17:40.

Í nýju fjárlagafrumvarpi eru ýmis gjöld á hækkuð og Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að nú sé komin þverpólitísk sátt um veggjöld. Þá er spurning hvernig formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra tekur í hugmyndir sjálfstæðismanna um einkavæðingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og fleira.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem oft er sakaður um poppulisma af pólitískum andstæðingum sínum er farinn að kalla nánast alla aðra poppulista og talar nú um þá þingmenn annarrar flokka og fleiri sem vara við loftlagsbreytingum og boða aðgerðir sem „söfnuð“. Er formaður Miðflokksins þar með kominn í hóp þeirra stjórnmálamanna í heiminum sem sá efsemdum um niðurstöður meirihluta vísinda manna heimsins?

Þessi mál og fleiri verða rædd í Víglínunni í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×