Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun. Með stofnun Iceland Space Agency (ISA) er vonast til að hægt verði að þjónusta þær geimferðaáætlanir sem vilja nýta Ísland undir rannsóknir og tilraunir á meðan beðið er eftir að Ísland fái aðild að ESA. Íslenska geimferðastofnunin er einkaframtak sem stofnað var í vor af Daniel Leeb sem er frá Bandaríkjunum. Daniel býr hér á landi ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og dóttur en hann segir það hafa verið fjarlægan draum að fá að vinna við rannsóknir og tilraunir tengdar geimferðum þegar hann ólst upp í Brooklyn. Iceland Space Agency rataði í fréttirnar þegar tilkynning barst fjölmiðlum þess efnis að geimbúningur, sem er ætlaður fyrir þjálfun fyrir mögulegar geimferðir til plánetunnar Mars, var prófaður við Grímsvötn í ágúst síðastliðnum. Daniel segir hugmyndina um Íslensku geimferðastofnunina hafa kviknað í tengslum við jöklaleiðangra hér á landi og hvernig væri hægt að nýta þá í þágu vísinda og framþróunar.Kjörlendi fyrir rannsóknir og tilraunir Daniel segir Ísland kjörlendi fyrir rannsóknir og tilraunir tengdar geimferðum. Hér á landi sé að finna fjölda svæða þar sem landslagið svipi til þess sem má finna á öðrum plánetum. Sér í lagi á Mars, þangað sem marga dreymir um að fara, og að sjálfsögðu á tunglinu. Þetta landslag má einnig finna á Havaí-eyjum, Mojave-eyðimörkinni, Svalbarða og Norðurskautinu, en munurinn er sá að ef komið er til Íslands þarf ekki að fara í óralangt ferðalag á milli slíkra landsvæða, þau eru öll hér á landi og stutt að fara á milli þeirra.Áttu töfrandi kvöldstund á Íslandi Áður en Daniel Leeb flutti til Íslands hafði hann starfaði við kvikmyndagerð í New York þar sem hann starfrækti framleiðslufyrirtæki í tuttugu ár. Þar vann hann með auglýsingastofum ásamt því að vinna mikið af efni tengdu sjálfbærri tækni og lífsstíl þar sem ýtt var undir endurvinnslu og notkun á umhverfisvænni orkugjöfum á borð við sólarorku.Daniel Leeb ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Sif og stjúpdóttur.Eiginkona hans Ásdís Sif hafði stundað nám í New York en þótt ótrúlegt megi virðast kynntust þau ekki þar, og jafnvel þó þau ættu marga sameiginlega vini. „Við kynntumst á Íslandi kvöldið sem Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu árið 2016. Við vorum hvorugt miklar áhugamanneskjur um knattspyrnu en þetta kvöld var töfrum líkast. Við hittumst ekki fyrr en ári síðar þegar ég ákvað að setjast að á Íslandi. Við höfum verið nánast óaðskiljanleg síðan við hittumst aftur,“ segir Daniel.Vildu nýta jöklaferðir í þágu vísinda Á Íslandi fékk Daniel vinnu sem jöklaleiðsögumaður. Þar kynntist hann Gunnari Guðjónssyni, eiganda fyrirtækis sem býður upp á jöklaferðir og með áratuga reynslu í þeim geira. Um nokkurt skeið ræddu þeir Daniel og Gunnar um hvernig hægt væri að nýta þann mikla áhuga sem ferðamenn höfðu á ferðum upp á jökla hér á landi til að þjóna hagsmunum vísindamanna sem áttu erfitt með að fjármagna rannsóknir á loftslagsbreytingum og hvernig jöklarnir verða fyrir barðinu á þeim.Gunnar Guðjónsson, annar af stofnendum Iceland Space Agency.Dave Hodge„Við fórum að ræða þann möguleika, að nýta þessar ferðir og farartæki í þágu rannsókna. Það leiddi til samtals við fulltrúa hjá Evrópsku geimferðastofnuninni um hvað Ísland gæti gert fyrir vísindamenn sem vildu koma til Íslands vegna undirbúnings fyrir allskonar geimferðir,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Þessi svæði sem eru á Íslandi gætu reynst geimferðaáætlunum mikilvæg við prófanir á geimbúningum og híbýlum geimfara. Þau myndu einnig reynast vel fyrir geimfara til að æfa sig við ýmsar rannsóknir sem þarf að framkvæma ef farið er á aðrar plánetur og tunglið.Sátu fyrsta formlega fundinn Daniel og Gunnar höfðu átt samtal við vísindamenn hér á landi en það leiddi til þess að þeir sátu fyrsta formlega fundinn sem haldinn var í utanríkisráðuneytinu um mögulega aðild Íslands að Evrópsku geimferðastofnuninni. Þann fund sátu fulltrúar á annan tug stofnanna og fyrirtækja sem gætu haft aðkomu að þessari aðild og hlustuðu á fulltrúa Evrópsku geimferðastofnunarinnar um hver næstu skref yrðu ef Ísland vildi verða hluti af ESA. Eins og áður segir telur utanríkisráðuneytið að það gæti tekið Ísland áratug eða meira að verða hluti af ESA. Daniel segir að þannig eigi það til að vera með hluti sem tengjast pólitík. Pólitískur áhugi á geimferðum sé mismikill en á Alþingi séu þó tveir þingmenn, Píratarnir Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson, sem trúa því að ávinningur Íslands geti verið mikill af rannsóknum tengdum geimferðum. „Þeir hafa verið atkvæðamestir þegar kemur að Íslandi og geimnum. Eftir að hafa rætt við Smára og Helga er ég sannfærðari um mikilvægi þess að Ísland eigi sína eigin geimferðastofnun,“ segir Daniel.Mikilvægt að einhver sé til staðar „Á meðan það gerist er mikill áhugi á Íslandi. Það eru stofnanir og vísindamenn sem koma til Íslands burtséð frá því hvað er að gerast á stjórnmálasviðinu og meðan það gerist er mikilvægt að einhver sé til staðar sem getur komið á samtali við rétta stofnunina eða rétta fyrirtækið,“ segir Daniel.Dave HodgeHann vill að til sé einhverskonar vettvangur á Íslandi sem brúar bilið þar til Ísland er orðið hluti af ESA. „Við teljum það þjóna hagsmunum Íslendinga að vísindamenn komi hingað og stundi rannsóknir sem geta nýst þjóðinni. Til þess þarf að tengja punktanna á milli þeirra og réttra fyrirtækja eða embættismanna svo við getum sett af stað verkefni til langs tíma sem þjónar hagsmunum Íslands,“ segir Daniel.Hélt fyrirlestur í Hollandi Vorið 2017 fékk Daniel boð frá Evrópsku geimferðastofnunni um að halda fyrirlestur í tæknihöfuðstöðvum ESA í Noordwijk í Hollandi, ESTEC. Fjallaði fyrirlesturinn um hvernig Ísland gæti nýst við undirbúning geimferða og kynnti Daniel nokkur svæði á Íslandi sem væru kjörin fyrir slíkt. Sá fyrirlestur varð til þess að haustið eftir mætti fjöldi vísindamanna til Íslands sem Daniel og Gunnar fóru með á fjölda svæða sem kæmu til greina.Skiluðu 900 blaðsíðna tillögum Þá unnu Daniel og Gunnar einnig með Herbert Enns, sem er prófessor í arkitektúr við Manitoba-háskólann í Kanada. Um var að ræða verkefni fyrir meistaranema við skólann. Daniel og Gunnar fóru ásamt Herbert Enns um svæði á Íslandi þar sem nemarnir áttu að ímynda sér að Ísland væri með geimferðastofnun sem hefði sama fjármagn og Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.Ísland er með afar fjölbreytt landslag sem stutt er að sækja þegar hingað er komið. Þess vegna er landið kjörið fyrir rannsóknir tengdar geimferðum.Dave HodgeFengu nemarnir síðan það verkefni að teikna mögulegar höfuðstöðvar geimferðastofnunar Íslands og áttu að ímynda sér hvar væri besta svæðið fyrir eldflaugaskotpall og teikna mögulegar æfingastöðvar fyrir geimfara ásamt tæknihöfuðstöðvum. Þessir nemendur skiluðu af sér 900 blaðsíðna tillögum þar sem Ísland er sett fram sem leiðandi land í geimferðaáætlun.Kom á óvart hversu fljótt svarið barst Eftir samstarfið við Enns og nemendur hans las Daniel grein um Michael Lye, prófessor við hönnunarskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum sem hefur leitt hönnunarteymi búningsins sem er notaður til að þróa rannsóknir sem ætlunin er að stunda á Mars. Daniel hafði útskrifast frá skólanum í Rhode Island og ákvað hann því að hafa samband við Michael Lye til að athuga hvort hann hefði áhuga á að koma með búninginn til Íslands til að prófa hann í umhverfi sem gæti líkst norðurskauta svæðinu á Mars. „Það kom mér verulega á óvart hversu fljótt hann svaraði og af miklum áhuga,“ segir Daniel.Daniel Leeb og Dave Hodge halda hér á fána Explorer´s Club á Íslandi.Dave HodgeUndir flaggi Explorer´s Club Þá er þáttur Bandaríkjamannsins Dave Hodge sem er í The Explorers Club, stofnun landkönnuða, ótalinn. Hodge og Daniel eru góðir vinir og höfðu farið í nokkra leiðangra saman á Íslandi. Þeir höfðu rætt saman um möguleikann á því að fyrsti leiðangur Íslensku geimferðastofnunarinnar yrði undir merkjum Explorers Club. „Ég var nýkominn af hálendinu með Dave þegar ég hringdi fyrst í Michael Lye. Þetta virtist allt fara eftir alheimsplani,“ segir Daniel. Úr varð að leiðangurinn að Grímsvötnum var undir flaggi Explorer´s Club en fyrir það er Daniel afar þakklátur. Explorer´s Club var stofnaður í Bandaríkjunum árið 1903 en hann samanstendur af fjölmörgu afreksfólki frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum heims á sviði könnunar í lofti, á láði og legi sem og geimferðum.Flutti ekki til að stofna geimferðastofnun Daniel segir þetta ferli, sem leiddi til stofnunar Iceland Space Agency í vor, hafa verið nokkuð sjálfsprottið. „Ég flutti ekki til Íslands til að stofna geimferðastofnun, það var eins fjarri veruleikanum og ég hefði getað ímyndað mér. Þegar var ungur hafði ég mikinn áhuga á öllu tengdu geimnum og tók meðal annars þátt í því að smíða líkan af alþjóðlegu geimstöðinni í tómstundum. En það var hluti af fortíðinni,“ segir Daníel.Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í jarðfræði, ásamt Daniel Leeb við Grímsvötn.Daniel LeebHann óraði ekki fyrir því að áhugi hans á sjálfbærni, náttúruvernd, loftslagsbreytingum og jöklaferðum ætti eftir að færa hann á þann stað þar sem hann var farinn að aðstoða við prófanir á geimferðarbúningum og halda fyrirlestur fyrir Evrópsku geimferðastofnunina.Ræðst af tengslum við akademíska heiminn Hafa þeir átt samtöl við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Háskóla Íslands, og Ara Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að eiga nokkur samtöl við bæði Magnús Tuma og Ara Kristinn um bæði jarð- og geimvísindi. Mikilvægi geimferðastofnunar ræðst af tengslum við akademíska heiminn, alla þessa vísindamenn, verkfræðinga og hönnuði sem eru leiðandi í að þróa nýjar aðferðir og rannsóknir í þessum skólum. Ég trúi því að það sé nauðsynlegt að mynda tengsl milli þessara heima og tengja sérfræðinga sem koma erlendis frá við sérfræðinga sem eru hér nú þegar og þekkja landið best.“Leggja drög að næsta leiðangri Hann segir það dásamlegt að hafa fengið Helgu Kristínu Torfadóttur, doktorsnema í jarðfræði við Háskóla Íslands, til að prófa Mars-geimbúninginn við Grímsvötn því hönnuðir búnings vildu sjá hvernig jarðfræðingi gengi að athafna sig við jarðfræðirannsóknir líkt og þeir þyrftu að gera á Mars. Hönnuðir búningsins voru afar ánægðir með árangurinn af tilraununum við Grímsvötn og nú þegar er verið að kanna möguleikann á öðrum leiðangri hér á landi. Í það skiptið þyrfti að finna svæði sem státar af bæði jöklum og hraunhellum að sögn Daniels.Frá prófunum á búningnum við Grímsvötn.Dave HodgeGóð ástæða fyrir því að Apollo-geimfararnir komu hingað Bendir hann á að Ísland og Havaí hafa svipaða jarðfræði þegar kemur að jarðvirkni. Það sem Ísland hefur hins vegar fram yfir Havaí er veðurfar því hitastigið sé mun lægra hér og því líkara því sem mætti finna á nálægum plánetum. „Það er virkilega góð ástæða fyrir því að Apollo-geimfararnir komu hingað árið 1965 og 1967 til að undirbúa sig fyrir förina á tunglið. Þess vegna var það virkilega skemmtilegt að þessi leiðangur að Grímsvötnum skyldi verða að veruleika þegar 50 ár voru frá tungllendingunni árið 1969.“ Ef Ísland er með öfluga geimferðastofnun þurfa Íslendingar sem vaxa úr grasi núna ekki að láta sig dreyma um að flytja utan til að vinna að geimrannsóknum. Þeir gætu þess í stað unnið slíkt vísindastarf í bakgarðinum hjá sér á Íslandi. Ísland er mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna og gæti því leikið lykilhlutverk í slíkum rannsóknum.Getum lagt mikið af mörkum Það að eiga geimferðastofnun þýðir ekki endilega að Íslendingar muni skjóta geimförum til tunglsins, heldur að Íslendingar verði hluti af þeirri heild sem þarf til að koma mannfólki út í geim og á aðrar plánetur. Bandaríkjamaðurinn Neil Armstrong, sem steig fyrstur á tunglið árið 1969, benti einmitt á að afrek hans væri afrakstur þrotlausrar vinnu 400 þúsund manns sem lögðu dag og nótt í að koma honum á tunglið. Daniel segist hafa fest rætur hér á Íslandi sem er orðið jafn mikið heimili hans líkt og Brooklyn í Bandaríkjunum. „Ég fæddist í Brooklyn en konan mín og stjúpdóttir mín eru íslenskar.Þær eru framtíð mín, tunglið mitt og stjörnurDan segir framtíð sína á Íslandi með Ásdísi konu sinni og dóttur hennar.Daniel LeebMeð öflugri geimferðastofnun væri hægt að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi en Daniel segir að þátttaka Íslendinga í slíkri vinnu komi til með að auka skilning þeirra á mismunandi samfélögum, mismunandi kynþáttum og mismunandi pólitískum kerfum.Verðum að skilja hvort annað Þegar Mars-geimbúningurinn var prófaður við Grímsvötn samanstóð teymið af Frökkum, Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Íslendingum. Höfðust þessar átta manneskjur við í kofa á toppi eldfjalls sem var umkringt ísbreiðu. „Þegar þú stefnir ókunnugum saman á einangraðan stað sem státar af hrikalega umhverfi, þá lærir þeir hvað mest um hvort aðra. Á slíkum stað lærir þú að meta og virða umhverfið sem þú þrífst í en í ofanálag muntu komast að mikilvægi þess að leysa vandamál með samvinnu. Þetta er nauðsynlegt fyrir geimfara sem fara saman út í geim og við þjálfun geimfara. Þetta er einnig þörf áminning um mikilvægi þess að starfa saman þvert á pólitík, menningu, trú og kynþætti við lausn vandamál hér á jörðinni sem snerta okkur öll. Ef við viljum ferðast til stjarnanna, þá verðum við fyrst að skilja og virða hvort annað sem og jörðina sem við búum á.“ Geimurinn Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vísindi Tengdar fréttir Helga Kristín reyndist hinn fullkomni fulltrúi fyrir geimbúninginn á Íslandi Helga Kristín Torfadóttir var ein þeirra sem fékk það magnað tækifæri að prófa geimbúning, sem stendur til að nota á plánetunni Mars, við Grímsvötn á Vatnajökli í síðasta mánuði. 1. september 2019 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun. Með stofnun Iceland Space Agency (ISA) er vonast til að hægt verði að þjónusta þær geimferðaáætlanir sem vilja nýta Ísland undir rannsóknir og tilraunir á meðan beðið er eftir að Ísland fái aðild að ESA. Íslenska geimferðastofnunin er einkaframtak sem stofnað var í vor af Daniel Leeb sem er frá Bandaríkjunum. Daniel býr hér á landi ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og dóttur en hann segir það hafa verið fjarlægan draum að fá að vinna við rannsóknir og tilraunir tengdar geimferðum þegar hann ólst upp í Brooklyn. Iceland Space Agency rataði í fréttirnar þegar tilkynning barst fjölmiðlum þess efnis að geimbúningur, sem er ætlaður fyrir þjálfun fyrir mögulegar geimferðir til plánetunnar Mars, var prófaður við Grímsvötn í ágúst síðastliðnum. Daniel segir hugmyndina um Íslensku geimferðastofnunina hafa kviknað í tengslum við jöklaleiðangra hér á landi og hvernig væri hægt að nýta þá í þágu vísinda og framþróunar.Kjörlendi fyrir rannsóknir og tilraunir Daniel segir Ísland kjörlendi fyrir rannsóknir og tilraunir tengdar geimferðum. Hér á landi sé að finna fjölda svæða þar sem landslagið svipi til þess sem má finna á öðrum plánetum. Sér í lagi á Mars, þangað sem marga dreymir um að fara, og að sjálfsögðu á tunglinu. Þetta landslag má einnig finna á Havaí-eyjum, Mojave-eyðimörkinni, Svalbarða og Norðurskautinu, en munurinn er sá að ef komið er til Íslands þarf ekki að fara í óralangt ferðalag á milli slíkra landsvæða, þau eru öll hér á landi og stutt að fara á milli þeirra.Áttu töfrandi kvöldstund á Íslandi Áður en Daniel Leeb flutti til Íslands hafði hann starfaði við kvikmyndagerð í New York þar sem hann starfrækti framleiðslufyrirtæki í tuttugu ár. Þar vann hann með auglýsingastofum ásamt því að vinna mikið af efni tengdu sjálfbærri tækni og lífsstíl þar sem ýtt var undir endurvinnslu og notkun á umhverfisvænni orkugjöfum á borð við sólarorku.Daniel Leeb ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Sif og stjúpdóttur.Eiginkona hans Ásdís Sif hafði stundað nám í New York en þótt ótrúlegt megi virðast kynntust þau ekki þar, og jafnvel þó þau ættu marga sameiginlega vini. „Við kynntumst á Íslandi kvöldið sem Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu árið 2016. Við vorum hvorugt miklar áhugamanneskjur um knattspyrnu en þetta kvöld var töfrum líkast. Við hittumst ekki fyrr en ári síðar þegar ég ákvað að setjast að á Íslandi. Við höfum verið nánast óaðskiljanleg síðan við hittumst aftur,“ segir Daniel.Vildu nýta jöklaferðir í þágu vísinda Á Íslandi fékk Daniel vinnu sem jöklaleiðsögumaður. Þar kynntist hann Gunnari Guðjónssyni, eiganda fyrirtækis sem býður upp á jöklaferðir og með áratuga reynslu í þeim geira. Um nokkurt skeið ræddu þeir Daniel og Gunnar um hvernig hægt væri að nýta þann mikla áhuga sem ferðamenn höfðu á ferðum upp á jökla hér á landi til að þjóna hagsmunum vísindamanna sem áttu erfitt með að fjármagna rannsóknir á loftslagsbreytingum og hvernig jöklarnir verða fyrir barðinu á þeim.Gunnar Guðjónsson, annar af stofnendum Iceland Space Agency.Dave Hodge„Við fórum að ræða þann möguleika, að nýta þessar ferðir og farartæki í þágu rannsókna. Það leiddi til samtals við fulltrúa hjá Evrópsku geimferðastofnuninni um hvað Ísland gæti gert fyrir vísindamenn sem vildu koma til Íslands vegna undirbúnings fyrir allskonar geimferðir,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Þessi svæði sem eru á Íslandi gætu reynst geimferðaáætlunum mikilvæg við prófanir á geimbúningum og híbýlum geimfara. Þau myndu einnig reynast vel fyrir geimfara til að æfa sig við ýmsar rannsóknir sem þarf að framkvæma ef farið er á aðrar plánetur og tunglið.Sátu fyrsta formlega fundinn Daniel og Gunnar höfðu átt samtal við vísindamenn hér á landi en það leiddi til þess að þeir sátu fyrsta formlega fundinn sem haldinn var í utanríkisráðuneytinu um mögulega aðild Íslands að Evrópsku geimferðastofnuninni. Þann fund sátu fulltrúar á annan tug stofnanna og fyrirtækja sem gætu haft aðkomu að þessari aðild og hlustuðu á fulltrúa Evrópsku geimferðastofnunarinnar um hver næstu skref yrðu ef Ísland vildi verða hluti af ESA. Eins og áður segir telur utanríkisráðuneytið að það gæti tekið Ísland áratug eða meira að verða hluti af ESA. Daniel segir að þannig eigi það til að vera með hluti sem tengjast pólitík. Pólitískur áhugi á geimferðum sé mismikill en á Alþingi séu þó tveir þingmenn, Píratarnir Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson, sem trúa því að ávinningur Íslands geti verið mikill af rannsóknum tengdum geimferðum. „Þeir hafa verið atkvæðamestir þegar kemur að Íslandi og geimnum. Eftir að hafa rætt við Smára og Helga er ég sannfærðari um mikilvægi þess að Ísland eigi sína eigin geimferðastofnun,“ segir Daniel.Mikilvægt að einhver sé til staðar „Á meðan það gerist er mikill áhugi á Íslandi. Það eru stofnanir og vísindamenn sem koma til Íslands burtséð frá því hvað er að gerast á stjórnmálasviðinu og meðan það gerist er mikilvægt að einhver sé til staðar sem getur komið á samtali við rétta stofnunina eða rétta fyrirtækið,“ segir Daniel.Dave HodgeHann vill að til sé einhverskonar vettvangur á Íslandi sem brúar bilið þar til Ísland er orðið hluti af ESA. „Við teljum það þjóna hagsmunum Íslendinga að vísindamenn komi hingað og stundi rannsóknir sem geta nýst þjóðinni. Til þess þarf að tengja punktanna á milli þeirra og réttra fyrirtækja eða embættismanna svo við getum sett af stað verkefni til langs tíma sem þjónar hagsmunum Íslands,“ segir Daniel.Hélt fyrirlestur í Hollandi Vorið 2017 fékk Daniel boð frá Evrópsku geimferðastofnunni um að halda fyrirlestur í tæknihöfuðstöðvum ESA í Noordwijk í Hollandi, ESTEC. Fjallaði fyrirlesturinn um hvernig Ísland gæti nýst við undirbúning geimferða og kynnti Daniel nokkur svæði á Íslandi sem væru kjörin fyrir slíkt. Sá fyrirlestur varð til þess að haustið eftir mætti fjöldi vísindamanna til Íslands sem Daniel og Gunnar fóru með á fjölda svæða sem kæmu til greina.Skiluðu 900 blaðsíðna tillögum Þá unnu Daniel og Gunnar einnig með Herbert Enns, sem er prófessor í arkitektúr við Manitoba-háskólann í Kanada. Um var að ræða verkefni fyrir meistaranema við skólann. Daniel og Gunnar fóru ásamt Herbert Enns um svæði á Íslandi þar sem nemarnir áttu að ímynda sér að Ísland væri með geimferðastofnun sem hefði sama fjármagn og Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.Ísland er með afar fjölbreytt landslag sem stutt er að sækja þegar hingað er komið. Þess vegna er landið kjörið fyrir rannsóknir tengdar geimferðum.Dave HodgeFengu nemarnir síðan það verkefni að teikna mögulegar höfuðstöðvar geimferðastofnunar Íslands og áttu að ímynda sér hvar væri besta svæðið fyrir eldflaugaskotpall og teikna mögulegar æfingastöðvar fyrir geimfara ásamt tæknihöfuðstöðvum. Þessir nemendur skiluðu af sér 900 blaðsíðna tillögum þar sem Ísland er sett fram sem leiðandi land í geimferðaáætlun.Kom á óvart hversu fljótt svarið barst Eftir samstarfið við Enns og nemendur hans las Daniel grein um Michael Lye, prófessor við hönnunarskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum sem hefur leitt hönnunarteymi búningsins sem er notaður til að þróa rannsóknir sem ætlunin er að stunda á Mars. Daniel hafði útskrifast frá skólanum í Rhode Island og ákvað hann því að hafa samband við Michael Lye til að athuga hvort hann hefði áhuga á að koma með búninginn til Íslands til að prófa hann í umhverfi sem gæti líkst norðurskauta svæðinu á Mars. „Það kom mér verulega á óvart hversu fljótt hann svaraði og af miklum áhuga,“ segir Daniel.Daniel Leeb og Dave Hodge halda hér á fána Explorer´s Club á Íslandi.Dave HodgeUndir flaggi Explorer´s Club Þá er þáttur Bandaríkjamannsins Dave Hodge sem er í The Explorers Club, stofnun landkönnuða, ótalinn. Hodge og Daniel eru góðir vinir og höfðu farið í nokkra leiðangra saman á Íslandi. Þeir höfðu rætt saman um möguleikann á því að fyrsti leiðangur Íslensku geimferðastofnunarinnar yrði undir merkjum Explorers Club. „Ég var nýkominn af hálendinu með Dave þegar ég hringdi fyrst í Michael Lye. Þetta virtist allt fara eftir alheimsplani,“ segir Daniel. Úr varð að leiðangurinn að Grímsvötnum var undir flaggi Explorer´s Club en fyrir það er Daniel afar þakklátur. Explorer´s Club var stofnaður í Bandaríkjunum árið 1903 en hann samanstendur af fjölmörgu afreksfólki frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum heims á sviði könnunar í lofti, á láði og legi sem og geimferðum.Flutti ekki til að stofna geimferðastofnun Daniel segir þetta ferli, sem leiddi til stofnunar Iceland Space Agency í vor, hafa verið nokkuð sjálfsprottið. „Ég flutti ekki til Íslands til að stofna geimferðastofnun, það var eins fjarri veruleikanum og ég hefði getað ímyndað mér. Þegar var ungur hafði ég mikinn áhuga á öllu tengdu geimnum og tók meðal annars þátt í því að smíða líkan af alþjóðlegu geimstöðinni í tómstundum. En það var hluti af fortíðinni,“ segir Daníel.Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í jarðfræði, ásamt Daniel Leeb við Grímsvötn.Daniel LeebHann óraði ekki fyrir því að áhugi hans á sjálfbærni, náttúruvernd, loftslagsbreytingum og jöklaferðum ætti eftir að færa hann á þann stað þar sem hann var farinn að aðstoða við prófanir á geimferðarbúningum og halda fyrirlestur fyrir Evrópsku geimferðastofnunina.Ræðst af tengslum við akademíska heiminn Hafa þeir átt samtöl við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Háskóla Íslands, og Ara Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að eiga nokkur samtöl við bæði Magnús Tuma og Ara Kristinn um bæði jarð- og geimvísindi. Mikilvægi geimferðastofnunar ræðst af tengslum við akademíska heiminn, alla þessa vísindamenn, verkfræðinga og hönnuði sem eru leiðandi í að þróa nýjar aðferðir og rannsóknir í þessum skólum. Ég trúi því að það sé nauðsynlegt að mynda tengsl milli þessara heima og tengja sérfræðinga sem koma erlendis frá við sérfræðinga sem eru hér nú þegar og þekkja landið best.“Leggja drög að næsta leiðangri Hann segir það dásamlegt að hafa fengið Helgu Kristínu Torfadóttur, doktorsnema í jarðfræði við Háskóla Íslands, til að prófa Mars-geimbúninginn við Grímsvötn því hönnuðir búnings vildu sjá hvernig jarðfræðingi gengi að athafna sig við jarðfræðirannsóknir líkt og þeir þyrftu að gera á Mars. Hönnuðir búningsins voru afar ánægðir með árangurinn af tilraununum við Grímsvötn og nú þegar er verið að kanna möguleikann á öðrum leiðangri hér á landi. Í það skiptið þyrfti að finna svæði sem státar af bæði jöklum og hraunhellum að sögn Daniels.Frá prófunum á búningnum við Grímsvötn.Dave HodgeGóð ástæða fyrir því að Apollo-geimfararnir komu hingað Bendir hann á að Ísland og Havaí hafa svipaða jarðfræði þegar kemur að jarðvirkni. Það sem Ísland hefur hins vegar fram yfir Havaí er veðurfar því hitastigið sé mun lægra hér og því líkara því sem mætti finna á nálægum plánetum. „Það er virkilega góð ástæða fyrir því að Apollo-geimfararnir komu hingað árið 1965 og 1967 til að undirbúa sig fyrir förina á tunglið. Þess vegna var það virkilega skemmtilegt að þessi leiðangur að Grímsvötnum skyldi verða að veruleika þegar 50 ár voru frá tungllendingunni árið 1969.“ Ef Ísland er með öfluga geimferðastofnun þurfa Íslendingar sem vaxa úr grasi núna ekki að láta sig dreyma um að flytja utan til að vinna að geimrannsóknum. Þeir gætu þess í stað unnið slíkt vísindastarf í bakgarðinum hjá sér á Íslandi. Ísland er mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna og gæti því leikið lykilhlutverk í slíkum rannsóknum.Getum lagt mikið af mörkum Það að eiga geimferðastofnun þýðir ekki endilega að Íslendingar muni skjóta geimförum til tunglsins, heldur að Íslendingar verði hluti af þeirri heild sem þarf til að koma mannfólki út í geim og á aðrar plánetur. Bandaríkjamaðurinn Neil Armstrong, sem steig fyrstur á tunglið árið 1969, benti einmitt á að afrek hans væri afrakstur þrotlausrar vinnu 400 þúsund manns sem lögðu dag og nótt í að koma honum á tunglið. Daniel segist hafa fest rætur hér á Íslandi sem er orðið jafn mikið heimili hans líkt og Brooklyn í Bandaríkjunum. „Ég fæddist í Brooklyn en konan mín og stjúpdóttir mín eru íslenskar.Þær eru framtíð mín, tunglið mitt og stjörnurDan segir framtíð sína á Íslandi með Ásdísi konu sinni og dóttur hennar.Daniel LeebMeð öflugri geimferðastofnun væri hægt að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi en Daniel segir að þátttaka Íslendinga í slíkri vinnu komi til með að auka skilning þeirra á mismunandi samfélögum, mismunandi kynþáttum og mismunandi pólitískum kerfum.Verðum að skilja hvort annað Þegar Mars-geimbúningurinn var prófaður við Grímsvötn samanstóð teymið af Frökkum, Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Íslendingum. Höfðust þessar átta manneskjur við í kofa á toppi eldfjalls sem var umkringt ísbreiðu. „Þegar þú stefnir ókunnugum saman á einangraðan stað sem státar af hrikalega umhverfi, þá lærir þeir hvað mest um hvort aðra. Á slíkum stað lærir þú að meta og virða umhverfið sem þú þrífst í en í ofanálag muntu komast að mikilvægi þess að leysa vandamál með samvinnu. Þetta er nauðsynlegt fyrir geimfara sem fara saman út í geim og við þjálfun geimfara. Þetta er einnig þörf áminning um mikilvægi þess að starfa saman þvert á pólitík, menningu, trú og kynþætti við lausn vandamál hér á jörðinni sem snerta okkur öll. Ef við viljum ferðast til stjarnanna, þá verðum við fyrst að skilja og virða hvort annað sem og jörðina sem við búum á.“
Helga Kristín reyndist hinn fullkomni fulltrúi fyrir geimbúninginn á Íslandi Helga Kristín Torfadóttir var ein þeirra sem fékk það magnað tækifæri að prófa geimbúning, sem stendur til að nota á plánetunni Mars, við Grímsvötn á Vatnajökli í síðasta mánuði. 1. september 2019 20:30