Innlent

Alvarlegt umferðarslys varð á Borgarfjarðarbraut

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilkynning barst um slysið um klukkan ellefu í dag.
Tilkynning barst um slysið um klukkan ellefu í dag. Stöð 2/Egill
Borgarfjarðarbraut hjá Grjóteyri er lokuð vegna umferðarslyss og má búast við að vegurinn verði lokaður næstu klukkustund eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Í samtali við Vísi staðfesti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að um mjög harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann og einn fluttur á heilsugæsluna á Borgarnesi.

Slysið átti sér stað á Borgarfjarðarbraut við Grjóteyrarhæð. Tilkynning barst um slysið um klukkan ellefu í dag og er enn unnið að því að hreinsa vettvang. Lögreglan bendir á hjáleið um Hvítárvallabrú.

Búið er að opna aftur fyrir umferð um Borgarfjarðarbraut hjá Grjóteyri. Vegurinn er því greiðfær að nýju.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:00.


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×