Landsátak í söfnun birkifræja: Landsmenn láti gott af sér leiða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 12:45 Landgræðsla ríkisins, Hekluskógar og Olís standa að landsátakinu. fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira