Þorði ekki að segja hug sinn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. september 2019 08:45 "Þó að fólk skilji, eða geri stórar breytingar á lífi sínu, þá þýðir það ekki að þú sért ekki heilsteyptur karakter. Kannski er það einmitt öfugt, miklar og erfiðar breytingar geta orðið til góðs,“ Fréttablaðið/Ernir Leikstjórinn, handritshöfundurinn og leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir býr í Vesturbænum í Reykjavík með sambýlismanni sínum. Þau eiga saman þriggja ára son og fimm börn frá fyrri samböndum. Þið eruð sumsé bara dæmigerð íslensk nútímafjölskylda? „Jahá!“ segir Nanna Kristín. „Ég held einmitt að við séum þrátt fyrir alls konar flækjur frekar dæmigerð. Stundum þegar ég er spurð út í fjölskylduna spyr ég hreinlega: Viltu löngu útgáfuna eða þá stuttu? Ég er sjálf skilnaðarbarn. Skilnaður er fyrir mér ekkert óvenjulegt fyrirbæri. Foreldrar mínir voru aldrei gift og voru í stuttu sambandi eftir að ég fæddist. Ég eignaðist svo stjúpföður en þau mamma skildu. Ég á engin alsystkini, bara hálfsystkini. Þrjú mömmu megin og enn fleiri pabba megin. Og þar bætast við enn meiri flækjur,“ segir hún. Og þetta er stutta útgáfan, ekki satt? „Jú, svo sannarlega!“ Við eigum kannski öll mörg líf? Það er ekki lengur bara ein samfelld saga? „Já, og þó að fólk skilji, eða geri stórar breytingar á lífi sínu, þá þýðir það ekki að þú sért ekki heilsteyptur karakter. Kannski er það einmitt öfugt, miklar og erfiðar breytingar geta orðið til góðs,“ segir Nanna Kristín.Engin glansmynd Nanna Kristín framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í nýjum sjónvarpsþáttum sem verða sýndir á RÚV í byrjun október, Pabbahelgum. Þættirnir fjalla um skilnað með gamansömu ívafi þó. „Ekki í sketsa- eða brandaraformi heldur eru aðstæðurnar pínlegar en persónudramað er sterkt,“ útskýrir hún. Blaðamaður hefur fengið að horfa á fyrsta þáttinn og getur ljóstrað upp fyrir lesendum án þess að skemma nokkuð fyrir þeim að þá strax verður ljóst að efnistök Nönnu Kristínar eru mjög hressandi tilbreyting og langt í frá hefðbundin. Fyrstu senur þáttarins innihalda nekt og kynlíf í hárbeittum og nánast óþyrmilega hversdagslegum búningi. Hér er engin glansmynd höfð í hávegum á skjánum. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessum þáttum? „Ég flutti til Vancouver til að læra handritaskrif með áherslu á sjónvarpsþáttagerð. Ég fór einbeitt í námið og setti mér markmið, ég nýtti hvert verkefni vel með það í huga að framleiða það. Á þessum tíma sem ég var við nám voru tvær mjög ólíkar sjónvarpsþáttaraðir mjög vinsælar, lögfræðidramað The Good Wife sem fjallar um konu sem stendur við hlið eiginmanns síns eftir að hann er staðinn að framhjáhaldi. Og svo þáttaröðin Girls sem Lena Dunham skrifaði sem fjallar um ungar konur en á annan hátt en við erum vön,“ segir Nanna Kristín og á við það að þættirnir þóttu einmitt lausir við að fylgja stöðlum og elta glansmyndir. „Kennarinn minn skildi ekkert hvað þessi unga kona, Lena, var að vilja upp á dekk. En ég varð stórhrifin af frásagnaraðferð hennar. En ég tengdi sterkt við þessar tvær ólíku þáttaraðir af ýmsum ástæðum og þær urðu á endanum ákveðinn innblástur þegar ég skrifaði Pabbahelgar. Útkoman er svo ekkert lík þessum seríum enda ekki markmiðið. Mig langaði fyrst og fremst til að skrifa kvensöguhetju sem væri sterk manneskja en án þess að vera karllæg eða einhvern veginn skrýtin og á skjön við samfélagið.“Hetjur mega vera brothættar Já, það virðist vera ákveðið þema, að sterkar kvensöguhetjur eru oft karllægar, eða með stórfellda bresti. „Já, það er áberandi. Þær eru oft svo „sterkar“ að þær verða karllægar og hafa ekki burði til að sýna tilfinningar. Eiga ekki fjölskyldur. Það er eins og það sé tilhneiging í þá átt að það þurfi að útskýra velgengni þeirra. Fyrir mér þýðir „sterk“ persóna ekki sú sem djöflast áfram og kemst hratt á toppinn með því að brenna allar brýr að baki sér. Hetjur mega vera brothættar. Mig langaði til þess að skrifa hlutverk kvenhetju sem er móðir, dóttir, stundar vinnu, er eiginkona, elskhugi, vinkona. Er í öllum þessum mismunandi hlutverkum en er samt að takast á við erfiða en einnig hversdagslega hluti. Í sjónvarpi hefur þú meiri tíma og frelsi til þess að gefa söguhetjum dýpt, sýna margar hliðar. Það var það sem kveikti í mér. Karen, aðalpersóna Pabbahelga, er marglaga ekki aðeins tilfinningalega innra með sér heldur líka út á við. Hún sýnir tilfinningar bæði of mikið og lítið. Við setjum öll upp alls konar andlit eftir því sem hentar aðstæðum best.“ Og sögusviðið er Vesturbærinn, þar sem þú býrð. „Já, ég hef mikinn húmor fyrir Vesturbæjarsnobbinu. Er sjálf uppalin þar og mikill KR-ingur. Við Vesturbæingar verðum ofsalega sárir ef einhver segir eitthvað sem hallar á lífið þar. Til dæmis að það sé alltaf rok í Vesturbænum, sem er bara staðreynd!“ segir Nanna og hlær. „Það þykir eftirsóknarvert að búa þar. Tákn um velgengni og gott líf. Að búa nálægt Melabúðinni, Kaffi Vest og Vesturbæjarlauginni. En svo er þetta bara hugmynd um gott líf. Því það eru fínustu sundlaugar í öllum hverfum! Og meira að segja Vesturbæjarís!“ En svo skildir þú sjálf, er það ekki? „Þegar ég byrjaði að skrifa Pabbahelgar voru þeir gamanþættir. En á meðan ég var að skrifa fyrir rúmlega fimm árum síðan þá gekk ég sjálf í gegnum skilnað. Og auðvitað lagði ég verkefnið til hliðar á meðan. Ég hafði ekki löngun eða nokkra burði til þess að skrifa kómík um skilnað. Það sem ég þurfti að einbeita mér að voru börnin mín og skilnaðurinn sjálfur. Að öllum þeim tilfinningalegu og praktísku málum sem honum fylgja. Þegar ég tók handritið upp aftur hafði ég aðeins aðra sýn, ég hafði hlaupið yfir allt dramað og því langaði mig að skrifa skilnaðarferli sögupersónanna inn í framvinduna. Minn skilnaður og persónulega reynsla fléttaðist ekki inn í skrifin, heldur nýtti ég þá innsýn sem ég fékk við að ganga í gegnum þetta sjálf. Og ég fékk líka aðra handritshöfunda með mér í að skrifa til að víkka út söguna og dýpka. Þau Huldar Breiðfjörð og Sólveigu Jónsdóttur rithöfunda. Þá fór sagan heldur betur á flug þegar ég átti díalóg við aðra um efnið. Það er mitt uppáhalds tímabil, að breinstorma saman og finna alla mögulega fleti. Úr varð að fyrsta sería fjallar ekki um fráskilda konu sem fer á Tinder heldur baráttu hennar um að vilja alls ekki vera sú kona. Karen vill halda í kjarnafjölskylduna sína hvað sem það kostar. Þegar við erum undir álagi eða stórar breytingar eiga sér stað í lífi okkar verður heimurinn þyngri. Þá er oft erfitt að meta hvað er raunverulega vandamál. Minnstu mál geta orðið að stórmálum. Eins og bara hver eigi að sækja í leikskólann,“ nefnir Nanna Kristín sem dæmi.Á erfitt með að treysta Nanna Kristín segist eiga töluvert erfitt með að deila opinberlega persónulegri reynslu sinni. Hún sé í grunninn feimin og innhverf. „Ég forðast það. En ég geri það þegar ég veit að það skiptir máli. Fyrir mig og aðra. Ég sumsé get það alveg,“ segir hún og brosir. „En mér finnst það erfitt og ég verð óskaplega þreytt á eftir. Góður kennari í Leiklistarskólanum sagði eitt sinn við mig að ég gæfi allt of mikla orku og sköpun frá mér til annarra fyrir þau að bruðla með. Ég ætti að vernda sjálfið mitt með því að setja á mig ímyndaðan gullhjálm. Á þeim tíma skildi ég ekkert hvað maðurinn var að meina en það koma að því áratug seinna að ég kveikti. Ég viðurkenni samt að ég er ekki nógu dugleg að setja upp gullhjálminn. Ég er intróvert og frekar feimin manneskja. Ég er haldin félagskvíða og það er nokkuð sem ég er að takast á við mjög markvisst í meðferð hjá sálfræðingi. En það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki unnið vinnuna mína. Alls ekki, ég þrífst vel í vinnu. Þar er ég á heimavelli, mér finnst gott að setja mér markmið, vinna vel og klára verkefni. En það eru þessi persónulegu tengsl sem vefjast oft fyrir mér. Ég á erfitt með að treysta. Það er meðal annars vegna þessara eiginleika minna sem ég drekk ekki.“ Af því það kveikir kvíða? „Já, lengi vel hélt ég að ég væri að hleypa út hinni einu sönnu villtu Nönnu. En villta Nanna undir áhrifum er ekki ég og það þurfti bara aldeilis ekkert að hleypa henni út. Ég er nógu flókin fyrir. Ef ég væri enn að næra kvíðann með því að drekka áfengi þá sætum við tvær ekki hér í dag að ræða um sjónvarpsþáttaröð sem ég hefði framleitt. Ég hefði ekki komið því í verk af því að ég hafði ekki næga trú á sjálfri mér. Áður en ég skoraði kvíðann og drykkjuna á hólm þorði ég ekki að hafa rödd. Ég þorði ekki að segja hug minn eða fylgja því eftir sem mér fannst rétt. Óöryggið rændi mig röddinni. Ég hafði reyndar enga rödd bókstaflega!“ rifjar Nanna Kristín upp. „Ef ég reyndi að tjá mig um það sem mér lá á hjarta fékk ég kökk í hálsinn og röddin fór að titra. Þá fannst mér nú betra að þegja.“Ákveðið sorgarferli Var þetta erfitt ferli? Að hætta að drekka? „Já og nei. Fyrir mig fylgdi því ákveðið sorgarferli. Ég velti því mikið fyrir mér af hverju ég gæti ekki verið eins og allir hinir. Að fá sér eitt og eitt hvítvínsglas án þess að vera ómöguleg daginn eftir. Og af hverju fylgdi öll þessi vanlíðan og kvíði? Þó að ég fengi mér bara einn bjór og færi snemma í háttinn þá vaknaði ég samt í vanlíðan og ótta. En það var ekkert eitt atvik sem fyllti mælinn. Ég tók bara ákvörðun einn daginn og hringdi í góða vinkonu sem ég vissi að ég gæti treyst á og hún kynnti mig fyrir þeim leiðum sem eru í boði. Það var samt erfitt. Fundir hjá 12 spora samtökum og það að þiggja hjálp frá öðrum var áskorun fyrir mig. Mér fannst allir dæma mig. En sú tilfinning varði ekki lengi, maður lærir fljótt með því að hlusta á aðra. Þótt við séum ólík þá eigum við flest svo margt sameiginlegt. Við eigum það nefnilega öll sameiginlegt að vilja fyrst og fremst eiga gott líf. Ég var áður andsnúin því að fara í gegnum 12 spora kerfi því ég var svo hrædd um að verða heilaþvegin,“ segir Nanna og skellir upp úr. „Já, já, fordómarnir leynast víða. En reyndar trúi ég á Guð. Hef alltaf haldið í mína barnatrú. Maðurinn minn spyr mig stundum í gríni hvort ég sé örugglega í réttum bransa. Ég drekk ekki, ég er til hægri í pólitík og ég trúi á guð! Og svo er ég forfallinn Man. Utd stuðningsmaður!“ Ég las grein um daginn í New Yorker, fyrirsögnin var Girl, you are a Middle aged Woman Now. Í greininni var á spaugsaman hátt búið að færa heiti á ýmsum kvikmyndum og bókum til sanns vegar. Þannig séð. Bókin Girl on a Train varð til dæmis; Middle aged Woman on a Train og kvikmyndin Gone Girl: Gone Middle Aged Woman. Þetta var eiginlega stórfyndið. Finnst þér stundum að miðaldra konur fái ekki alveg sinn sess í þessum bransa? „Já, já, en ekki bara í þessum bransa. Þetta er ótrúlega skemmtileg pæling. Miðaldra kona er kona sem hefur misst eitthvað, misst stelpuna í sér og æskuna. Það er frekar ósanngjarnt því að á meðan fá miðaldra karlar hinn svokallaða gráa fiðring. Það er til spennandi nafn yfir það fyrir þá. Stereótýpu-útgáfan eru þeir sem viðhalda æskunni með því að fá sér yngri konu eða sportbíl eða eitthvað strákalegt. Og það þykir bara krúttlegt og er samfélagslega viðurkennt. En miðaldra kona sem flippar er bara búin að missa vitið! Hún þykir sorgleg og örvæntingarfull. Annars skil ég ekki þessa áráttu með að vilja ekki eldast. Aldur bætir bara við gleði og þroska. Ég verð samt alltaf sjö ára hrædda Nanna þegar ég sé könguló eða dansa sem 17 ára þegar ég hlusta á Nýdönsk. Stelpan í mér er ekkert horfin.“ Þannig að aldurinn er bara afstæður? Og við ættum ekki að vera að spá of mikið í þetta? „Ég er lítið fyrir að flokka hluti og fólk. En það er kynslóðabil og ég verð að segja að það hvernig ungar konur nota sína rödd finnst mér alveg magnað. Og þær kenna okkur sem erum eldri svo margt sem er ómetanlegt og mjög frelsandi. En breytingar og breytt viðhorf taka tíma. Ég verð að viðurkenna að þegar Free The Nipple byltingin átti sér stað þá var ég bara mjög efins. Ég skildi þetta ekki, það voru berbrjósta stúlkur á forsíðum blaðanna og ég hugsaði, æi, þetta verður erfitt fyrir þær þegar þær eldast. Ég fékk móðurlega verndartilfinningu. Enginn samt að biðja um hjálp eða vernd. En ég átti sem betur fer eftir að skipta um skoðun og er þakklát öllum þeirra byltingum sem ég reyni að meðtaka, skilja og tekst vonandi að miðla til dóttur minnar. Það tók mig tíma, kannski af því að ég er korter í miðaldra og kannski af því að ég er mamma eða kannski varð ég hrædd því villta Nanna kemur upp í hugann. Þessi sem var aðeins að ruglast í lífinu. En ég er svo þakklát fyrir yngri kynslóðir og ég er ekki viss um að ungar konur viti hvað það er okkur mikilvægt að þær hafi sterka rödd. Þær eru mínar fyrirmyndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Leikstjórinn, handritshöfundurinn og leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir býr í Vesturbænum í Reykjavík með sambýlismanni sínum. Þau eiga saman þriggja ára son og fimm börn frá fyrri samböndum. Þið eruð sumsé bara dæmigerð íslensk nútímafjölskylda? „Jahá!“ segir Nanna Kristín. „Ég held einmitt að við séum þrátt fyrir alls konar flækjur frekar dæmigerð. Stundum þegar ég er spurð út í fjölskylduna spyr ég hreinlega: Viltu löngu útgáfuna eða þá stuttu? Ég er sjálf skilnaðarbarn. Skilnaður er fyrir mér ekkert óvenjulegt fyrirbæri. Foreldrar mínir voru aldrei gift og voru í stuttu sambandi eftir að ég fæddist. Ég eignaðist svo stjúpföður en þau mamma skildu. Ég á engin alsystkini, bara hálfsystkini. Þrjú mömmu megin og enn fleiri pabba megin. Og þar bætast við enn meiri flækjur,“ segir hún. Og þetta er stutta útgáfan, ekki satt? „Jú, svo sannarlega!“ Við eigum kannski öll mörg líf? Það er ekki lengur bara ein samfelld saga? „Já, og þó að fólk skilji, eða geri stórar breytingar á lífi sínu, þá þýðir það ekki að þú sért ekki heilsteyptur karakter. Kannski er það einmitt öfugt, miklar og erfiðar breytingar geta orðið til góðs,“ segir Nanna Kristín.Engin glansmynd Nanna Kristín framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í nýjum sjónvarpsþáttum sem verða sýndir á RÚV í byrjun október, Pabbahelgum. Þættirnir fjalla um skilnað með gamansömu ívafi þó. „Ekki í sketsa- eða brandaraformi heldur eru aðstæðurnar pínlegar en persónudramað er sterkt,“ útskýrir hún. Blaðamaður hefur fengið að horfa á fyrsta þáttinn og getur ljóstrað upp fyrir lesendum án þess að skemma nokkuð fyrir þeim að þá strax verður ljóst að efnistök Nönnu Kristínar eru mjög hressandi tilbreyting og langt í frá hefðbundin. Fyrstu senur þáttarins innihalda nekt og kynlíf í hárbeittum og nánast óþyrmilega hversdagslegum búningi. Hér er engin glansmynd höfð í hávegum á skjánum. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessum þáttum? „Ég flutti til Vancouver til að læra handritaskrif með áherslu á sjónvarpsþáttagerð. Ég fór einbeitt í námið og setti mér markmið, ég nýtti hvert verkefni vel með það í huga að framleiða það. Á þessum tíma sem ég var við nám voru tvær mjög ólíkar sjónvarpsþáttaraðir mjög vinsælar, lögfræðidramað The Good Wife sem fjallar um konu sem stendur við hlið eiginmanns síns eftir að hann er staðinn að framhjáhaldi. Og svo þáttaröðin Girls sem Lena Dunham skrifaði sem fjallar um ungar konur en á annan hátt en við erum vön,“ segir Nanna Kristín og á við það að þættirnir þóttu einmitt lausir við að fylgja stöðlum og elta glansmyndir. „Kennarinn minn skildi ekkert hvað þessi unga kona, Lena, var að vilja upp á dekk. En ég varð stórhrifin af frásagnaraðferð hennar. En ég tengdi sterkt við þessar tvær ólíku þáttaraðir af ýmsum ástæðum og þær urðu á endanum ákveðinn innblástur þegar ég skrifaði Pabbahelgar. Útkoman er svo ekkert lík þessum seríum enda ekki markmiðið. Mig langaði fyrst og fremst til að skrifa kvensöguhetju sem væri sterk manneskja en án þess að vera karllæg eða einhvern veginn skrýtin og á skjön við samfélagið.“Hetjur mega vera brothættar Já, það virðist vera ákveðið þema, að sterkar kvensöguhetjur eru oft karllægar, eða með stórfellda bresti. „Já, það er áberandi. Þær eru oft svo „sterkar“ að þær verða karllægar og hafa ekki burði til að sýna tilfinningar. Eiga ekki fjölskyldur. Það er eins og það sé tilhneiging í þá átt að það þurfi að útskýra velgengni þeirra. Fyrir mér þýðir „sterk“ persóna ekki sú sem djöflast áfram og kemst hratt á toppinn með því að brenna allar brýr að baki sér. Hetjur mega vera brothættar. Mig langaði til þess að skrifa hlutverk kvenhetju sem er móðir, dóttir, stundar vinnu, er eiginkona, elskhugi, vinkona. Er í öllum þessum mismunandi hlutverkum en er samt að takast á við erfiða en einnig hversdagslega hluti. Í sjónvarpi hefur þú meiri tíma og frelsi til þess að gefa söguhetjum dýpt, sýna margar hliðar. Það var það sem kveikti í mér. Karen, aðalpersóna Pabbahelga, er marglaga ekki aðeins tilfinningalega innra með sér heldur líka út á við. Hún sýnir tilfinningar bæði of mikið og lítið. Við setjum öll upp alls konar andlit eftir því sem hentar aðstæðum best.“ Og sögusviðið er Vesturbærinn, þar sem þú býrð. „Já, ég hef mikinn húmor fyrir Vesturbæjarsnobbinu. Er sjálf uppalin þar og mikill KR-ingur. Við Vesturbæingar verðum ofsalega sárir ef einhver segir eitthvað sem hallar á lífið þar. Til dæmis að það sé alltaf rok í Vesturbænum, sem er bara staðreynd!“ segir Nanna og hlær. „Það þykir eftirsóknarvert að búa þar. Tákn um velgengni og gott líf. Að búa nálægt Melabúðinni, Kaffi Vest og Vesturbæjarlauginni. En svo er þetta bara hugmynd um gott líf. Því það eru fínustu sundlaugar í öllum hverfum! Og meira að segja Vesturbæjarís!“ En svo skildir þú sjálf, er það ekki? „Þegar ég byrjaði að skrifa Pabbahelgar voru þeir gamanþættir. En á meðan ég var að skrifa fyrir rúmlega fimm árum síðan þá gekk ég sjálf í gegnum skilnað. Og auðvitað lagði ég verkefnið til hliðar á meðan. Ég hafði ekki löngun eða nokkra burði til þess að skrifa kómík um skilnað. Það sem ég þurfti að einbeita mér að voru börnin mín og skilnaðurinn sjálfur. Að öllum þeim tilfinningalegu og praktísku málum sem honum fylgja. Þegar ég tók handritið upp aftur hafði ég aðeins aðra sýn, ég hafði hlaupið yfir allt dramað og því langaði mig að skrifa skilnaðarferli sögupersónanna inn í framvinduna. Minn skilnaður og persónulega reynsla fléttaðist ekki inn í skrifin, heldur nýtti ég þá innsýn sem ég fékk við að ganga í gegnum þetta sjálf. Og ég fékk líka aðra handritshöfunda með mér í að skrifa til að víkka út söguna og dýpka. Þau Huldar Breiðfjörð og Sólveigu Jónsdóttur rithöfunda. Þá fór sagan heldur betur á flug þegar ég átti díalóg við aðra um efnið. Það er mitt uppáhalds tímabil, að breinstorma saman og finna alla mögulega fleti. Úr varð að fyrsta sería fjallar ekki um fráskilda konu sem fer á Tinder heldur baráttu hennar um að vilja alls ekki vera sú kona. Karen vill halda í kjarnafjölskylduna sína hvað sem það kostar. Þegar við erum undir álagi eða stórar breytingar eiga sér stað í lífi okkar verður heimurinn þyngri. Þá er oft erfitt að meta hvað er raunverulega vandamál. Minnstu mál geta orðið að stórmálum. Eins og bara hver eigi að sækja í leikskólann,“ nefnir Nanna Kristín sem dæmi.Á erfitt með að treysta Nanna Kristín segist eiga töluvert erfitt með að deila opinberlega persónulegri reynslu sinni. Hún sé í grunninn feimin og innhverf. „Ég forðast það. En ég geri það þegar ég veit að það skiptir máli. Fyrir mig og aðra. Ég sumsé get það alveg,“ segir hún og brosir. „En mér finnst það erfitt og ég verð óskaplega þreytt á eftir. Góður kennari í Leiklistarskólanum sagði eitt sinn við mig að ég gæfi allt of mikla orku og sköpun frá mér til annarra fyrir þau að bruðla með. Ég ætti að vernda sjálfið mitt með því að setja á mig ímyndaðan gullhjálm. Á þeim tíma skildi ég ekkert hvað maðurinn var að meina en það koma að því áratug seinna að ég kveikti. Ég viðurkenni samt að ég er ekki nógu dugleg að setja upp gullhjálminn. Ég er intróvert og frekar feimin manneskja. Ég er haldin félagskvíða og það er nokkuð sem ég er að takast á við mjög markvisst í meðferð hjá sálfræðingi. En það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki unnið vinnuna mína. Alls ekki, ég þrífst vel í vinnu. Þar er ég á heimavelli, mér finnst gott að setja mér markmið, vinna vel og klára verkefni. En það eru þessi persónulegu tengsl sem vefjast oft fyrir mér. Ég á erfitt með að treysta. Það er meðal annars vegna þessara eiginleika minna sem ég drekk ekki.“ Af því það kveikir kvíða? „Já, lengi vel hélt ég að ég væri að hleypa út hinni einu sönnu villtu Nönnu. En villta Nanna undir áhrifum er ekki ég og það þurfti bara aldeilis ekkert að hleypa henni út. Ég er nógu flókin fyrir. Ef ég væri enn að næra kvíðann með því að drekka áfengi þá sætum við tvær ekki hér í dag að ræða um sjónvarpsþáttaröð sem ég hefði framleitt. Ég hefði ekki komið því í verk af því að ég hafði ekki næga trú á sjálfri mér. Áður en ég skoraði kvíðann og drykkjuna á hólm þorði ég ekki að hafa rödd. Ég þorði ekki að segja hug minn eða fylgja því eftir sem mér fannst rétt. Óöryggið rændi mig röddinni. Ég hafði reyndar enga rödd bókstaflega!“ rifjar Nanna Kristín upp. „Ef ég reyndi að tjá mig um það sem mér lá á hjarta fékk ég kökk í hálsinn og röddin fór að titra. Þá fannst mér nú betra að þegja.“Ákveðið sorgarferli Var þetta erfitt ferli? Að hætta að drekka? „Já og nei. Fyrir mig fylgdi því ákveðið sorgarferli. Ég velti því mikið fyrir mér af hverju ég gæti ekki verið eins og allir hinir. Að fá sér eitt og eitt hvítvínsglas án þess að vera ómöguleg daginn eftir. Og af hverju fylgdi öll þessi vanlíðan og kvíði? Þó að ég fengi mér bara einn bjór og færi snemma í háttinn þá vaknaði ég samt í vanlíðan og ótta. En það var ekkert eitt atvik sem fyllti mælinn. Ég tók bara ákvörðun einn daginn og hringdi í góða vinkonu sem ég vissi að ég gæti treyst á og hún kynnti mig fyrir þeim leiðum sem eru í boði. Það var samt erfitt. Fundir hjá 12 spora samtökum og það að þiggja hjálp frá öðrum var áskorun fyrir mig. Mér fannst allir dæma mig. En sú tilfinning varði ekki lengi, maður lærir fljótt með því að hlusta á aðra. Þótt við séum ólík þá eigum við flest svo margt sameiginlegt. Við eigum það nefnilega öll sameiginlegt að vilja fyrst og fremst eiga gott líf. Ég var áður andsnúin því að fara í gegnum 12 spora kerfi því ég var svo hrædd um að verða heilaþvegin,“ segir Nanna og skellir upp úr. „Já, já, fordómarnir leynast víða. En reyndar trúi ég á Guð. Hef alltaf haldið í mína barnatrú. Maðurinn minn spyr mig stundum í gríni hvort ég sé örugglega í réttum bransa. Ég drekk ekki, ég er til hægri í pólitík og ég trúi á guð! Og svo er ég forfallinn Man. Utd stuðningsmaður!“ Ég las grein um daginn í New Yorker, fyrirsögnin var Girl, you are a Middle aged Woman Now. Í greininni var á spaugsaman hátt búið að færa heiti á ýmsum kvikmyndum og bókum til sanns vegar. Þannig séð. Bókin Girl on a Train varð til dæmis; Middle aged Woman on a Train og kvikmyndin Gone Girl: Gone Middle Aged Woman. Þetta var eiginlega stórfyndið. Finnst þér stundum að miðaldra konur fái ekki alveg sinn sess í þessum bransa? „Já, já, en ekki bara í þessum bransa. Þetta er ótrúlega skemmtileg pæling. Miðaldra kona er kona sem hefur misst eitthvað, misst stelpuna í sér og æskuna. Það er frekar ósanngjarnt því að á meðan fá miðaldra karlar hinn svokallaða gráa fiðring. Það er til spennandi nafn yfir það fyrir þá. Stereótýpu-útgáfan eru þeir sem viðhalda æskunni með því að fá sér yngri konu eða sportbíl eða eitthvað strákalegt. Og það þykir bara krúttlegt og er samfélagslega viðurkennt. En miðaldra kona sem flippar er bara búin að missa vitið! Hún þykir sorgleg og örvæntingarfull. Annars skil ég ekki þessa áráttu með að vilja ekki eldast. Aldur bætir bara við gleði og þroska. Ég verð samt alltaf sjö ára hrædda Nanna þegar ég sé könguló eða dansa sem 17 ára þegar ég hlusta á Nýdönsk. Stelpan í mér er ekkert horfin.“ Þannig að aldurinn er bara afstæður? Og við ættum ekki að vera að spá of mikið í þetta? „Ég er lítið fyrir að flokka hluti og fólk. En það er kynslóðabil og ég verð að segja að það hvernig ungar konur nota sína rödd finnst mér alveg magnað. Og þær kenna okkur sem erum eldri svo margt sem er ómetanlegt og mjög frelsandi. En breytingar og breytt viðhorf taka tíma. Ég verð að viðurkenna að þegar Free The Nipple byltingin átti sér stað þá var ég bara mjög efins. Ég skildi þetta ekki, það voru berbrjósta stúlkur á forsíðum blaðanna og ég hugsaði, æi, þetta verður erfitt fyrir þær þegar þær eldast. Ég fékk móðurlega verndartilfinningu. Enginn samt að biðja um hjálp eða vernd. En ég átti sem betur fer eftir að skipta um skoðun og er þakklát öllum þeirra byltingum sem ég reyni að meðtaka, skilja og tekst vonandi að miðla til dóttur minnar. Það tók mig tíma, kannski af því að ég er korter í miðaldra og kannski af því að ég er mamma eða kannski varð ég hrædd því villta Nanna kemur upp í hugann. Þessi sem var aðeins að ruglast í lífinu. En ég er svo þakklát fyrir yngri kynslóðir og ég er ekki viss um að ungar konur viti hvað það er okkur mikilvægt að þær hafi sterka rödd. Þær eru mínar fyrirmyndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira