Umfjöllun og viðtöl: HK - Fjölnir 25-27 | Fjölnir hafði betur í nýliðaslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 15. september 2019 16:45 Breki var öflugur í dag. vísir/vilhelm Fjölnismenn eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir tveggja marka sigur á HK, 27-25, í nýliðaslag í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Fjölnir er því komið með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en HK er án stiga. Það var mikill kraftur í liðunum í fyrri hálfleik. Alls voru átta mörk skoruð á fyrstu fimm mínútunum en staðan var 5-5 eftir tæpar tíu mínútur. Markverðirnir vörðu ekki marga bolta í byrjun en fóru svo að taka nokkra bolta í mörkunum. Fjölnismenn náðu í tvígang ágætis syrpu og náðu mest þriggja marka forystu. Alltaf komu þó heimamenn til baka og náðu að laga muninn en einu marki munaði er liðin gengu til búningsherbergja, 15-14, Fjölni í vil. HK skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en í kjölfarið fylgdu fjögur mörk frá gestunum í röð. Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, neyddist til að taka leikhlé eftir fjórar mínútur og messa yfir sínum mönnum. Bjarki Snær Jónsson gjörsamlega skellti í lás og gerði heimamönnum erfitt fyrir. HK skoraði ekki mark í níu mínútur og þá voru Fjölnismenn komnir með fimm marka forystu, 20-15. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn hægt og rólega og náðu loks að jafna metin er sjö mínútur voru eftir. Úrslitin réðust svo á lokamínútunum en það voru gestirnir sem reyndust sterkari. Þeir nýttu sínar sóknir betur en heimamenn sem glötuðu boltanum reglulega á klaufalegan hátt.Afhverju vann Fjölnir? Leiddu nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Öflugri á lokakaflanum þar sem þeir nýttu sínar sóknir og gerðu ekki jafn mörg tæknimistök eins og heimamenn.Hverjir stóðu upp úr? Bjarki Snær Jónsson fór á kostum í markinu og sóknarlega drógu þeir Breki Dagsson og Hafsteinn Óli Ramos vagninn fyrir utan. Brynjar Loftsson átti svo góðan dag í horninu. Stefán Huldar Stefánsson kom inn í mark HK um miðjan síðari hálfleik og spilaði stóran þátt í því að liðið komst inn í leikinn á nýjan leik. Ásmundur Atlason og Pétur Árni Hauksson voru öflugastir sóknarlega.Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK í upphafi síðari hálfleiks var ömurlegur og einnig í síðari hálfleik gerðu bæði lið sig sek um klaufaleg mistök. HK þó í mun meira mæli.Hvað gerist næst? Fjölnir fær KA-menn í heimsókn í næstu umferð en HK fer í Austurbergið og mætir ÍR. Fjölnir tapaði einmitt fyrir ÍR í fyrstu umferðinni.Kári Garðarsson er þjálfari Fjölnis.vísir/vilhelmKári Garðarsson: Ætlum ekki að vera áhorfendur „Mér fannst drengirnir leika mjög vel frá fyrstu mínútu. Þeir voru tilbúnir í slaginn,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög góð hjá Bjarka allan leikinn. Við vorum yfir nær allan leikinn og þetta var spennandi undir lokin en við náðum að koma okkur í gegnum þetta.“ Aðspurður hvort að Kári hafi orðið stressaður undir lokin svaraði Kári: „Jú, auðvitað, ég ætla ekki að reyna ljúga því. Við erum að spila á fáum mönnum. Arnar Máni datt út í upphitun og Sveinn Þorgeirsson fyrir leikinn.“ „Kannski var komin einhver þreyta og við hefðum getað rúllað betur en fengum tvö stig og það er fyrir öllu.“ „Það er mikið undir í þessum leik og við ætlum ekki að fara í gegnum þetta mót og vera einhverjir áhorfendur að þessu.“ „Auðvitað megum við ekki gleyma því að þetta eru bara tvö stig af fjölmörgum sem við þurfum til að ná markmiðum okkar að halda liðinu í deildinni. Næst er það KA á sunnudaginn og spila þann leik jafn vel og ef ekki betur.“ „Það er alltaf gaman að ná í stig og það er eitthvað sem við gleðjumst yfir. Strákarnir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Kári.Breki: Úrslitaleikir gegn liðunum í kringum okkur „Alvöru leikur. Við leiddum nær allan leikinn en missum þetta svo niður í óþarfa spennu sem við eigum oft til. Sem betur fer hafðist þetta,“ sagði Breki Dagsson, lykilmaður Fjölnis, við Vísi. „Lang mestan partinn spilum við mjög vel. Þetta er leikur áhlaupa og þeir komu með áhlaup en heilt yfir var þetta flott.“ Það fór aðeins um Breka í áhlaupum heimamanna. „Við komumst í fimm marka forskot og þeir eru með hörkulið og ná að saxa á okkur en auðvitað var maður pínu stressaður. Þetta er partur af þessu og þetta var góður leikur.“ Með sigrinum eru Fjölnismenn komnir á blað og það gleður Breka. „Þessir leikir eru úrslitaleikir gegn liðunum sem eru spáð í kringum okkur. Þetta eru mjög mikilvægir tveir punktar,“ sagði Breki Dagsson. Olís-deild karla
Fjölnismenn eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir tveggja marka sigur á HK, 27-25, í nýliðaslag í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Fjölnir er því komið með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en HK er án stiga. Það var mikill kraftur í liðunum í fyrri hálfleik. Alls voru átta mörk skoruð á fyrstu fimm mínútunum en staðan var 5-5 eftir tæpar tíu mínútur. Markverðirnir vörðu ekki marga bolta í byrjun en fóru svo að taka nokkra bolta í mörkunum. Fjölnismenn náðu í tvígang ágætis syrpu og náðu mest þriggja marka forystu. Alltaf komu þó heimamenn til baka og náðu að laga muninn en einu marki munaði er liðin gengu til búningsherbergja, 15-14, Fjölni í vil. HK skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en í kjölfarið fylgdu fjögur mörk frá gestunum í röð. Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, neyddist til að taka leikhlé eftir fjórar mínútur og messa yfir sínum mönnum. Bjarki Snær Jónsson gjörsamlega skellti í lás og gerði heimamönnum erfitt fyrir. HK skoraði ekki mark í níu mínútur og þá voru Fjölnismenn komnir með fimm marka forystu, 20-15. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn hægt og rólega og náðu loks að jafna metin er sjö mínútur voru eftir. Úrslitin réðust svo á lokamínútunum en það voru gestirnir sem reyndust sterkari. Þeir nýttu sínar sóknir betur en heimamenn sem glötuðu boltanum reglulega á klaufalegan hátt.Afhverju vann Fjölnir? Leiddu nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Öflugri á lokakaflanum þar sem þeir nýttu sínar sóknir og gerðu ekki jafn mörg tæknimistök eins og heimamenn.Hverjir stóðu upp úr? Bjarki Snær Jónsson fór á kostum í markinu og sóknarlega drógu þeir Breki Dagsson og Hafsteinn Óli Ramos vagninn fyrir utan. Brynjar Loftsson átti svo góðan dag í horninu. Stefán Huldar Stefánsson kom inn í mark HK um miðjan síðari hálfleik og spilaði stóran þátt í því að liðið komst inn í leikinn á nýjan leik. Ásmundur Atlason og Pétur Árni Hauksson voru öflugastir sóknarlega.Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK í upphafi síðari hálfleiks var ömurlegur og einnig í síðari hálfleik gerðu bæði lið sig sek um klaufaleg mistök. HK þó í mun meira mæli.Hvað gerist næst? Fjölnir fær KA-menn í heimsókn í næstu umferð en HK fer í Austurbergið og mætir ÍR. Fjölnir tapaði einmitt fyrir ÍR í fyrstu umferðinni.Kári Garðarsson er þjálfari Fjölnis.vísir/vilhelmKári Garðarsson: Ætlum ekki að vera áhorfendur „Mér fannst drengirnir leika mjög vel frá fyrstu mínútu. Þeir voru tilbúnir í slaginn,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög góð hjá Bjarka allan leikinn. Við vorum yfir nær allan leikinn og þetta var spennandi undir lokin en við náðum að koma okkur í gegnum þetta.“ Aðspurður hvort að Kári hafi orðið stressaður undir lokin svaraði Kári: „Jú, auðvitað, ég ætla ekki að reyna ljúga því. Við erum að spila á fáum mönnum. Arnar Máni datt út í upphitun og Sveinn Þorgeirsson fyrir leikinn.“ „Kannski var komin einhver þreyta og við hefðum getað rúllað betur en fengum tvö stig og það er fyrir öllu.“ „Það er mikið undir í þessum leik og við ætlum ekki að fara í gegnum þetta mót og vera einhverjir áhorfendur að þessu.“ „Auðvitað megum við ekki gleyma því að þetta eru bara tvö stig af fjölmörgum sem við þurfum til að ná markmiðum okkar að halda liðinu í deildinni. Næst er það KA á sunnudaginn og spila þann leik jafn vel og ef ekki betur.“ „Það er alltaf gaman að ná í stig og það er eitthvað sem við gleðjumst yfir. Strákarnir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Kári.Breki: Úrslitaleikir gegn liðunum í kringum okkur „Alvöru leikur. Við leiddum nær allan leikinn en missum þetta svo niður í óþarfa spennu sem við eigum oft til. Sem betur fer hafðist þetta,“ sagði Breki Dagsson, lykilmaður Fjölnis, við Vísi. „Lang mestan partinn spilum við mjög vel. Þetta er leikur áhlaupa og þeir komu með áhlaup en heilt yfir var þetta flott.“ Það fór aðeins um Breka í áhlaupum heimamanna. „Við komumst í fimm marka forskot og þeir eru með hörkulið og ná að saxa á okkur en auðvitað var maður pínu stressaður. Þetta er partur af þessu og þetta var góður leikur.“ Með sigrinum eru Fjölnismenn komnir á blað og það gleður Breka. „Þessir leikir eru úrslitaleikir gegn liðunum sem eru spáð í kringum okkur. Þetta eru mjög mikilvægir tveir punktar,“ sagði Breki Dagsson.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti